Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fíh harmar fyrirhugaðar breytingar á starfskjörum hjúkrunarfræðinga á Landspítala

RSSfréttir
4. september 2019

 Í framhaldi af fundi formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og forstjóra Landspítala hefur spítalinn ákveðið að fresta tímabundið afnámi vaktaálagsauka til hjúkrunarfræðinga. Í stað þess að vaktaálagsaukinn verði afnuminn frá og með 1. september sl. mun greiðslunum verða sagt upp til samræmis við hefðbundinn uppsagnarfrest starfsmanns. Samhliða var hjúkrunarfræðingum tilkynnt að öðrum verkefnum sem hafa verið sett á stofn á undanfarin ár til að bæta kjör og mönnun hjúkrunarfræðinga verði hætt á næstu mánuðum.

Fíh fagnar því að Landspítali hafi ákveðið að falla frá fyrri ákvörðun um að hætta greiðslu vaktaálagsaukans með stuttum fyrirvara. Hins vegar er einungis um að ræða frestun og lýsir Fíh yfir miklum vonbrigðum og áhyggjum með þá yfirlýsingu Landspítala að hætta þeim verkefnum sem hafa verið í gangi til þess að bæta launakjör, vinnutíma og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga áður en nýr kjarasamningur hefur verið gerður.

Kjarasamningaviðræður eru í gangi og miðar þeim hægt. Allar yfirlýsingar um skerðingu á kjörum hjúkrunarfræðinga áður en niðurstaða kjarasamninga er ljós er ekki gott innlegg í kjaraviðræður. Ljóst er að taka þarf tillit til þeirra breytinga sem Landspítali hefur boðað og fela í sér skerðingu á kjörum hjúkrunarfræðinga við gerð nýs kjarasamnings fyrir hjúkrunarfræðinga.

 

   
 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála