Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Staða viðræðna um nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra

RSSfréttir
18. september 2019

Í endurskoðaðri viðræðuáætlun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) sem skrifað var undir í júní, kom fram að stefnt yrði að því að ná kjarasamningum fyrir 15. september. Það gekk ekki eftir og ekki er útlit fyrir að skrifað verði undir nýjan kjarasamning á næstunni.

Viðræður ganga hægt og er næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 24. september. Eftir þann fund mun samninganefnd Fíh endurmeta stöðuna. 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur komið kröfugerð sinni skýrt á framfæri við SNR og hafa flestir þættir hennar verið ræddir við samningaborðið. Mikil vinna hefur farið í að skoða vinnutíma og nú hefur starfshópur um vinnutíma vaktavinnumanna skilað sínum fyrstu tillögum. Tillögur vaktavinnuhóps fela í sér breytingar á vinnutímakafla kjarasamnings og breytt starfskjör vaktavinnumanna. Áframhald þeirrar vinnu verður ljóst nú í vikunni. Launaliðurinn sem er veigamikill þáttur viðræðnanna hefur lítið fengist ræddur.

Staða hjúkrunarfræðinga er sterk um þessar mundir, en samninganefnd Fíh er meðvituð um að þolinmæði þeirra fer minnkandi. Það er markmið Fíh í kjaraviðræðum að nýr kjarasamningur feli í sér rótækrar og viðamikiar aðerðir sem bæta kjör, starfsumhverfi og vinnutíma hjúkrunarfræðinga þannig að þeir haldist í starfi og fleiri fáist til starfa.

Frekari fréttir af gangi samningaviðræðna verða sendar út eftir fund samninganefndar þann 24. september.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála