Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 24. maí 2018 kl. 19:00-22:00 á Grand Hótel, Reykjavík.

Allir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi en félagsmenn með fulla aðild og fagaðild sem hafa skráð sig til þátttöku á fundinn fyrir 17. maí og sitja hann hafa atkvæðisrétt á fundinum. Aðrir fundarmenn hafa þar ekki atkvæðisrétt.

Fundinum verður streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.


 

 

Frambjóðendur til formanns

Ástæða þess að ég gef kost á mér í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er ekki sú að ég telji mig vera hæfari eða vita meira en aðrir, né heldur að ég hafi gaman af karpi eða takast á í orðræðu. En ég veit hvernig það er að ná varla endum saman og vinna því óhóflega mikið og tapa mér í því.

Nánar

Ég heiti Edda Dröfn Daníelsdóttir og er 41 árs gömul. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og starfa sem verkefnastjóri fyrir kennslu og þjálfunarmál klínískra kerfa á Landspítalanum.

Nánar

Hugsjón mín frá unga aldri hefur ávallt verið sú að láta gott af mér leiða og virkur þátttakandi í að stuðla að öruggari og bættu samfélagi. Með þessa hugsjón að leiðarljósi skráði ég mig til náms í hjúkrunarfræði við HA til að ná mér í heilbrigðismenntun til að geta starfað við hjálparstörf í stríðshrjáðum löndum.

Nánar

Ég heiti Helena Eydal og gef kost á mér í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ég er 45 ára gömul og á 3 börn. Ég starfa nú sem innlagnarstjóri Landspítala.

Nánar

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála