Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 17:00-21:00 á Grand Hótel, Reykjavík. Sérstök dagskrá verður á fundinum í tilefni 100 ára afmælis félagsins auk venjulegra aðalfundarstarfa. 

Allir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi en félagsmenn með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild sem hafa skráð sig til þátttöku á fundinn fyrir 9. maí næstkomandi og sitja hann hafa atkvæðisrétt á fundinum. Aðrir fundarmenn hafa þar ekki atkvæðisrétt.

Athygli er vakin á því að hægt verður að fylgjast með streymi frá aðalfundi fyrir þá félagsmenn sem ekki eiga heimangengt.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundinn, taka virkan þátt í umræðum og ákvarðanatöku og hafa þannig áhrif á stefnu og störf félagsins.

 

Dagskrá og fundargögn    Streymi aðalfundar

 

Frambjóðendur til stjórnar

Ég lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1975, síðar BSc í hand- og lyflæknishjúkrun 1983 frá Vårdskolan í Lundi Svíþjóð. Árið 1997 lauk ég BSc í hjúkrun frá Háskóla Íslands og síðan MSc 2004 frá sama háskóla.

Nánar

Ég heiti Guðný Birna og er 37 ára gömul. Ég er menntaður hjúkrunarfræðingur og útskrifaðist úr því námi árið 2009.

Nánar

Ég hef setið í tvö ár í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og vil gefa kost á mér til stjórnarsetu annað tímabil.

Nánar

Ég hef áhuga á að bjóða mig fram til stjórnar Fíh. Ég hef setið í stjórn félagsins síðastliðin 2 ár og hef metnað og drifkraft til að starfa áfram í þágu félagsmanna.

Nánar

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála