Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Formannskjör 2019

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboðum til formanns félagsins.

Samkvæmt lögum félagsins er formaður kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu. Einungis félagsmenn með fulla aðild* eru kjörgengir í embætti formanns. Kjörtímabil formanns er tvö ár og skal formaður vera í fullu starfi hjá félaginu.

Frambjóðendur til embættis formanns skulu skila til kjörnefndar skriflegu framboði á þar til gerðu eyðublaði ásamt meðmælendaskrá með a.m.k. 25 félagsmönnum. 

Framboð ásamt undirskriftum meðmælenda berist til til kjörnefndar á skrifstofu Fíh merkt:

Kjörnefnd Fíh
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík

 

Framboðsfrestur er til 31. janúar 2019 

Frambjóðendum er bent á að kynna sér lög félagsins og þá sérstaklega 8. gr, 9. gr. og 10. gr. er varða stjórn, ábyrgð formanns og formannskjör.

* Fulla aðild hefur hjúkrunarfræðingur sem sótt hefur um aðild að félaginu, greiðir félagsgjöld samkvæmt ákvörðun aðalfundar af launum sínum og atvinnuveitandi greiðir tilskilin gjöld í sjóði félagsins fyrir hans hönd.

 


Kynning á frambjóðendum af hálfu félagsins

 

Frambjóðendum stendur til boða að kynna sig á vefsvæði Fíh auk þess sem haldinn verður opinn kynningarfundur fyrir frambjóðendur á vegum félagsins.

 Kynning sem frambjóðendum býðst á vefsvæði Fíh: 

  • Kynning á skriflegu formi* ásamt mynd. Textinn skal að hámarki vera 2 A4 blaðsíður. Myndin þarf að vera að lágmarki 450 x 600 pixlar. Tenglar yfir á vefsvæði á vegum frambjóðenda eru leyfðir.
  • Kynning á formi 2ja mínútna myndbands (myndbandið greitt af frambjóðanda).
  • Ein tölvupóstsending á póstfangalista Rapportsins, rafræns fréttabréfs Fíh.
  • Kynningarefni af vefsíðu félagsins verður komið á framfæri á Facebook.

*Mælt er með því að fram komi upplýsingar um menntun, störf og vinna fyrir félagið. Nafn og titill skal skráður eins og frambjóðandi vill hafa kynningu. Uppsetning kynningarefnis er í höndum kjörnefndar og frambjóðendur geta ekki haft áhrif á útlit eða hönnun þess. Engar aðrar breytingar verða gerðar á texta frambjóðenda enda hann algjörlega á þeirra ábyrgð.

 

Opinn kynningarfundur
Félagið heldur einn opinn kynningarfund fyrir félagsmenn þar sem frambjóðendum gefst kostur á að kynna sig. Á kynningarfundinum er einungis leyfð framsaga, ekki glærur eða annað stuðningsefni. Hver frambjóðandi fær ákveðinn mínútufjölda í framsögu og síðan verður gefinn tími fyrir spurningar og svör til allra frambjóðenda. Fundurinn er tekinn upp í mynd og upptaka hans verður sett á vefsvæði félagsins eins skjótt og auðið er og höfð þar aðgengileg fyrir félagsmenn fram að lokum kosninga. 

Fundinum stýrir óháður fundarstjóri.

 

Kjörnefnd

 


kjornefnd@hjukrun.is
Unnur Þormóðsdóttir formaður
Margrét Tómasdóttir
Ólöf Árnadóttir
Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir - varamaðurÞetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála