Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun fulltrúaþings Fíh um heimahjúkrun og hjúkrunarheimili

16. maí 2003

Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið 15. og 16. maí 2003 hvetur til þess að hraðað verði uppbyggingu heimahjúkrunar til aldraðra og hjúkrunarrýmum fjölgað. Þingið krefst þess að fjárveitingar til hjúkrunarheimila verði miðaðar við þá hjúkrunarmönnun er kemur fram í riti frá Landlæknisembættinu nr. 4 2001 “Hjúkrunarmönnun á öldrunarstofnunum “.

Rökstuðningur:

Hjúkrunarfræðingar taka undir þá framtíðarsýn er kemur fram í skýrslu Heilbrigðis og tryggingarmálaráðuneytisins um uppbyggingu öldrunarþjónustu til ársins 2007. Jafnframt fagna þeir skýrslu stýrihóps um stefnumótun í málefnum aldraðra til ársins 2015 er ráðuneytið gaf út. Í báðum þessum ritum kemur skýrt fram vilji til þess að aldraðir búi við sömu kjör og aðrir þjóðfélagsþegnar. Stýrihópurinn gerir að sinni þá samþykkt er gerð var í Madrid árið 2002 á alþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Gera þarf umfjöllun um öldrunarmál að lið í allri stefnumótun til að þjóðfélög og efnahagslíf aðlagist breytingum á fólksfjölda og þjóðfélag allra aldurshópa verði að veruleika.

Meðal markmiða í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er að bið aldraðra eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir fólk sem er í brýnni þörf, verði ekki lengri en níutíu dagar. Enn fremur að yfir 75 % fólks, sem er áttatíu ára og eldra, sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima.
Fyrir hönd þess stóra hóps aldraðra sjúkra er bíða heima við erfiðar aðstæður og einnig á bráðadeildum eftir að komast á hjúkrunarheimili, viljum við hvetja til að hraðað verði uppbyggingu heimahjúkrunar til aldraðra og hjúkrunarrýmum fjölgað.
Enn er langt í land að ofangreindum markmiðum sé náð.

Margar öldrunarstofnanir sjá fram á mikinn niðurskurð í mannafla og þjónustu eftir að rekstrarformi var breytt um síðustu áramót. Í dag eru allar öldrunarstofnanir á daggjöldum sem fyrirséð er að geti engan veginn dugað fyrir rekstrinum.
Aldraðir sjúkir berjast ekki fyrir rétti sínum, en ef fram horfir sem útlit er fyrir, búa þeir við skerta hjúkrunarþjónustu í framtíðinni. Kynslóð sem í dag hefur skilað dagsverkinu og búið til það þjóðfélag er við búum í, á ekkert rými í því þjóðfélagi.
Mikil þróun hefur átt sér stað í öldrunarfræðum, jafnframt því að komandi kynslóð aldraðra mun gera meiri kröfur hvað húsnæði varðar og alla þjónustu. Málið er brýnt og þarfnast tafarlausra framkvæmda.
Í öldrunarþjónustu er mikilvægt að hafa að leiðarljósi virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og reisn aldraðra skjólstæðinga, ástand mála í dag býður hinsvegar ekki upp á það.

Ályktanir

Öldrunarhjúkrun og hjúkrunarheimili

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála