Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun fulltrúaþings um eflingu geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

23. maí 2003
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 
Laugavegi 116
150 Reykjavík


Reykjavík 23. maí 2003 


Efni: Ályktun frá Fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið dagana 15. og 16. maí 2003 hvetur íslensk heilbrigðisyfirvöld að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. 


Rökstuðningur:


Nær öll sérfræðiþjónusta varðandi geðheilbrigði er bundin við þéttbýlissvæðin á Suðvesturhorninu og Eyjafirði. Þeir sem búa utan þessara svæða eiga því erfitt um vik að sækja sér þá geðheilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á. Til bæta úr þessu þarf að gera heilugæslustöðvum kleift að ráða til sín geðhjúkrunarfræðinga, geðlækna og annað starfsfólk sem er sérmenntað á sviði geðheilbrigðisþjónustu. Jafnframt þarf að efla til muna tækifæri heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni til að afla sér endur- og símenntunar á sviði geðheilbrigðisþjónustu.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 


__________________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Ályktanir

Heilbrigðiskerfið

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála