Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun stjórnar Fíh um samdrátt í þjónustu LSH

26. janúar 2004

Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um samdrátt í þjónustu LSHStjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir þungum áhyggjum af samdrætti í þjónustu og fyrirhuguðum uppsögnum starfsfólks á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Rannsóknir hafa sýnt að fagleg þekking og fjöldi sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna hefur bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu. Lengi hefur skort hjúkrunarfæðinga til starfa á LSH. Fækkun þeirra nú mun því án efa rýra gæði þeirrar hjúkrunarþjónustu sem veitt er á sjúkrahúsinu, og þar með er öryggi sjúklinga stefnt í hættu.

Lokun bráðamóttöku og einstakra deilda leiðir til þess að sjúklingar fá síður þjónustu sérhæfðra hjúkrunarfræðinga. Hætta er á að sérfræðiþekking sem byggst hefur upp á löngum tíma glatist.

Stjórn Fíh hvetur stjórnvöld til að endurskoða fjárveitingar til Landspítala háskólasjúkrahúss og bíða með sparnaðarkröfur þar til nefnd sem nú vinnur að skilgreiningu á hlutverki sjúkrahússins hefur lokið störfum.


Samþykkt á fundi stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 26. janúar 2004.

Ályktanir

Landspítali

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála