Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun frá fundi hjúkrunarfræðinga 12. maí 2004 um fátækt

12. maí 2004
Á fjölmennum fundi hjúkrunarfræðinga, sem haldinn var á Alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí 2004 á Grand Hótel Reykjavík var samþykkt eftirfarandi ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að bregðast við fátækt á Íslandi.


Ályktun frá fundi hjúkrunarfræðinga 12. maí 2004

Hjúkrunarfræðingar um allan heim hafa helgað Alþjóðadag hjúkrunarfræðinga 12. maí 2004, baráttunni gegn fátækt.
Fátækt er eitt af helstu vandamálum mannkynsins en talið er að um 2,8 milljarðar manna búi við sára fátækt og skorti þar með nauðsynjar, svo sem mat, vatn, klæði, húsnæði og aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Sýnt hefur verið fram á að fátækt er til á Íslandi. Vítahringur fátæktar og sjúkdóma er þekktur, þar sem hinir fátæku eru almennt við verri heilsu en þeir sem betur eru settir félags- og efnalega í samfélaginu og að verra heilsufar leiði til minni vinnugetu og lægri tekna. Í samspili fátæktar og sjúkdóma má greina ákveðna lykilþætti í lífi og aðstæðum fátæks fólks sem leiða til verra heilsufars.

Í stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum er lögð áhersla á það sjónarmið að heilbrigðisþjónusta sé hluti mannréttinda og því beri að tryggja að allir hafi jafnan aðgang að henni.

Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að bregðast við fátækt á Íslandi og gera þær ráðstafanir sem þarf til að allir þegnar þessa lands megi búa við mannsæmandi kjör, gott heilsufar og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni, þjóðinni til heilla.

Ályktanir

Forvarnir

Heilsuvernd

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála