Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

24. maí 2004

haldinn 24. maí 2004 kl. 14:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, 2. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi og Ingibjörg Sigmundsdóttir, varamaður.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar lá ekki fyrir og afgreiðslu fundargerðar því frestað til næsta fundar.

2. Kaup á íbúð í Reykjavík.

Félagið hefur fest kaup á íbúið við Klapparstíg 1 í Reykjavík. Um er að ræða rúmgóða tveggja herbergja íbúð í nýlegu húsi. Elsa gerði grein fyrir málinu og fengu fundarmenn afhent ljósrit af kaupsamningnum.

3. Tilnefning í stjórn ICN.

SNN hefur óskað eftir tilnefningu frá Íslandi. Síðan mun SNN senda frá sér sameiginlega eina tilnefningu frá norðurlöndunum. Elsa formaður gefur kost á sér í framboð til stjórnar ICN. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með framboð Elsu.

4. Skipun vinnuhóps um öryggi sjúklinga og mönnun hjúkrunarfræðinga (nurse patient ratio).

Borist hefur bréf frá gæðastjórnunarnefnd Fíh þar sem lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur skipaður fulltrúum frá Fíh, LSH og Landlæknisembættinu. Vinnuhópurinn skal vinna tillögur að lágmarksmönnun hjúkrunarfræðinga og hámarksfjölda sjúklinga í umsjá hjúkrunarfræðings hverju sinni. Formaður mun senda umræddum aðilum bréf og óska eftir tilnefningu í nefndina. Farið er fram á að tveir verði tilnefndir frá Fíh úr gæðastjórnunarnefndinni, tveir frá LSH og einn frá Landlæknisembættinu.

5. Einstaklingsmál.

Tekin voru til umræðu mál einstaklinga. Fundargerð skráð í trúnaðarbók.

6. Hækkun þóknunareininga.

Miðstjórn BHM hefur samþykkt að hækka einingarverð fyrir fundarsetur úr 1500 einingum í 2000 einingar. 2 einingar eru greiddar fyrir hvern fund. Stjórn Fíh samþykkir að fylgja sömu þóknunareiningum og BHM og mun hækkunin taka gildi frá og með 1.júlí n.k.

7. Önnur mál.

• Halla Grétarsdóttir sagði frá vinnu afmælisnefndar. Ákveðið hefur verðið að hafa móttöku fyrir hjúkrunarfræðinga síðdegis 5. nóvember strax að loknu Hjúkrunarþingi. Tjarnarsalurinn í Reykjavík er upptekinn þennan dag og því verður óskað eftir Hafnarhúsinu – listasafni Reykjavíkur. Samþykkt að Elsa skrifi borgarstjóra bréf og óski eftir stuðningi Reykjavíkurborgar með láni á salnum í tilefni af afmælisári Fíh.


• Erlín óskaði eftir að taka upp mál hjúkrunarfræðinga á Sauðárkróki. Svo virðist sem að verið sé að gera breytingar á vöktum þar hjúkrunarfræðingum er fækkað á kvöld- og næturvöktum. Einnig er verið að taka yfirvinnu af næturvöktum og á frítaka að koma í staðinn. Ekki er ljóst hvernig þetta verður leyst. Umræða varð um málið. Lagt var til að Helga Birna hafi sambandi við viðkomandi hjúkrunarfræðinga.

• Sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar. Elsa gerði grein fyrir stöðu mála. Búið er að setja upp aðgerðaráætlun. Helga Birna er að vinna kostnaðartölur. Formaður hefur óskað eftir fundi með ráðherra vegna þessa máls. Starfshópurinn sem átti að skoða framtíðarfyrirkomulag þjónustunnar hefur ekki enn verið kallaður saman.

• Umræður um orlofssjóð. Fyrir fundinum lá yfirlit yfir tekjur orlofssjóðs fyrir árið 2003. Búið er að senda bréf til byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar vegna Kvennabrekku.

Fleira ekki gert. Næsti fundur ákveðinn 14. júní kl. 12:00.

Fundi slitið kl. 16:10


Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála