Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinnufundur stjórnar

27. september 2004

haldinn 27. september 2004, kl. 09:00-17:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, 2. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir,

meðstjórnandi og Ingibjörg Sigmundsdóttir varamaður.

Dagskrá:

1. Fundargerð stjórnarfundar frá 30. ágúst samþykkt með breytingum.

2. Starfsmannamál.

Ákveðið að greiða starfsfólki í afgreiðslunni einn yfirvinnutíma á dag þann tíma sem þær voru einar í afgreiðslunni, þar sem ekki var ráðin manneskja til afleysingar í sumar.

Samþykkt að ráða manneskju í 80% starfshlutfall til áramóta til að leysa af í afgreiðslu vegna veikindaleyfis annars starfsmannsins þar og einnig til aðstoðar við bókhald.

Ákveðið að bjóða upp á launaviðtöl starfsfólks í október. Elsa og Erlín munu sinna þeim. Rætt um að hafa VR könnunina til viðmiðunar.

3. Útfararstyrkir – umræða.

Fyrirspurnir um útfararstyrki berast félaginu reglulega. Elsa greindi frá því að skv. samantekt síðustu ára deyja að meðaltali 10 hjúkrunarfræðingar á ári. Styrktarsjóður BHM veitir eingöngu útfararstyrki til þeirra sem deyja á meðan þeir greiða í sjóðinn. Elsa lagði fram þá hugmynd að félagið veitti styrki að

upphæð 100-150 þúsund krónur, þeim er til félagsins leita og eiga ekki rétt á útfararstyrk úr styrktarsjóði. Ákveðið að skoða málið frekar.

4. Skipun í starfshóp um „nurse-patient ratio“

Landlæknisembættið og hjúkrunarforstjóri LSH hafa svarað erindi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um að skipa fulltrúa í sameiginlegan starfshóp þessara aðila til að vinna að setningu viðmiða um fjölda sjúklinga á hvern hjúkrunarfræðing. Landlæknisembættið tilnefnir Vilborgu Ingólfsdóttur og LSH

Lilju Stefánsdóttur og Elínu J.G. Hafsteinsdóttur. Ákveðið að fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verði Dagbjört Kristinsdóttir og Margrét Ósvaldsdóttir. Elsa mun senda þeim öllum erindisbréf.

5. Skipun í starfshóp til að endurskoða stefnu félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum (1.3 í starfsáætlun stjórnar).

Ákveðið að leita til Kristínar Björnsdóttur og Sesselju  Guðmundsdóttur um endurskoðun stefnu félagsins en þær tvær unnu hana á sínum tíma undir stjórn félagsins. Ákveðið að Aðalbjörg J. Finnbogadóttir verði einnig í starfshópnum.

6. Skipun starfshóps til að meta vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga (4.1 í starfsáætlun stjórnar).

Ákveðið að fresta mati á vinnuaðstæðum hjúkrunarfræðinga fram á næsta ár.

Rætt var um mikilvægi þess að uppfæra upplýsingar sem eru í

Mannekluskýrslunni frá 1999. Ákveðið að gera ráð fyrir fjármagni til þessa verkefnis í tengslum við endurskoðun á fjárhagsáætlun félagsins.

7. Dagskrá félagsráðsfundar 15. október 2004.

Ákveðið var að fjalla um stefnu og stöðu kjaramála á félagsráðsfundinum.

8. Dagskrá hjúkrunarþings 2004.

Dagbjört Þyri kynnti dagskrá Hjúkrunarþingsins. Búið er að birta hana á heimasíðu félagsins og síðan verður hún auglýst í Tímariti hjúkrunarfræðinga, sem kemur út nú í október. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þ.e. ávarp formanns Fíh og heilbrigðisráðherra, framsöguerindi, hópvinna og

pallborðsumræður. Ákveðið að gefa möguleika á skráningu á þingið á heimasíðunni. Að þinginu loknu verður hjúkrunarfræðingum boðið í afmælishóf í

Listasafn Reykjavíkur milli kl. 17:00 og 19:00.

9. Staðan í kjaraviðræðum við ríkið.

Elsa greindi frá sameiginlegum tillögum BHM, BSRB og KÍ að samningum um réttindamál í komandi kjarasamningum og fundum sem þessir aðilar hafa átt með samninganefnd ríkisins. Á síðasta stjórnarfundi var rætt um samflot aðildarfélaga BHM. Verið er að vinna að sérkröfum félagsins. Ákveðið að boða samninganefnd félagsins á fund stjórnar. Rætt um að leggja þurfi sérstaka áherslu á vaktavinnu í sérkröfum félagsins.

10. Staðan í vinnuhóp Fíh og TR.

Hafin er vinna í starfshópi um endurskoðun samnings, um sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga, milli Fíh og TR. Í starfshópnum eiga sæti fyrir hönd Fíh Elsa B. Friðfinnsdóttir og Hrund Helagadóttir og fyrir hönd TR Sigurður Gils Björgvinsson og Kristján Guðjónsson. Viðræður ganga vel og er verið að skoða m.a. nýtt fyrirkomulag þar sem lögð er áhersla á að auka þjónustuna frekar en að draga úr henni, skilgreina betur þörf fyrir sérhæfða hjúkrunarþjónustu í samfélaginu og þær kröfur sem gera á til þeirra hjúkrunarfræðinga sem veita slíka

þjónustu.

11. Bréf siða- og sáttanefndar.

Lagt fram bréf frá siða-og sáttanefnd dagsett 2. september 2004, til hjúkrunarforstjóra HR þar sem nefndin dregur bréf sitt til hjúkrunarforstjóra HR dagsett 18. ágúst til baka.

12. Staða Fíh í BHM.

Lagðar voru fram umsagnir þriggja aðila sem innlegg í umræðuna. Almenn umræða var um stöðuna eins og hún er í dag og mögulega kosti og galla við að vera utan BHM og/eða virkari þátttakendur þar. Rætt um að fá utanaðkomandi

aðila til að gera úttekt á möguleikum félagsins m.t.t. kostnaðar, og faglegra kosta og galla.

13. Skoðun Price Waterhouse Coopers.

Ráðgjafi frá Price Waterhouse Coopers hefur verið að skoða ýmiss atriði varðandi fjármálaumsýslu félagsins og m.a. fundað með fjármálastjóra þess. Hann mun skila skýrslu um málið fljótlega. Umræður urðu um reiknishald félagsins og

fannst stjórnarmönnum það ekki nógu skilvirkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið 17:00.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt:

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála