Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

11. október 2004

haldinn 11. október 2004 kl. 14:00

 

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, 2. varaformaður, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri og Ingibjörg Sigmundsdóttir, varamaður.

Gestir: Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Fríða Björg Leifsdóttir, Dagbjört H. Kristinsdóttir og Hulda Gunnlaugsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundargerð vinnufundar stjórnar frá 27. september 2004 samþykkt.

2. Almanak Fíh árið 2004.

Ákveðið var að halda fulltrúaþingið dagana 9. og 10.maí 2005. Félagsráðsfundir verða 25. febrúar og 14. október.

Skrifstofa félagsins verður lokuð frá 11. júlí til 2. ágústs 2005.

3. Erindi um stofnun nýrrar fagdeildar.

Móttekið hefur verið erindi frá undirbúningsnefnd vegna stofnunar fagdeildar taugahjúkrunarfræðinga. Erindið kynnt stjórn. Ákveðið að afgreiða það á næsta stjórnarfundi sem haldinn verður 1. nóvember nk.

4. Þátttaka í alþjóðlegu gigtarverkefni.

Félaginu hefur borist erindi frá nefnd, sem sett var á stofn eftir að Íslendingar gerðust aðilar að alþjóðlega áratug beina og liða „Bone and Joint decade“ , þess efnist að taka þátt samvinnu heilabrigðisstétta varðandi þetta málefni. Erindið samþykkt.

5. Kjarasamningar framundan. Samninganefnd Fíh kemur á fundinn kl. 15:00.

Aðilar úr samninganefnd félagsins mættu á fundinn kl. 15:00. Samninganefnd skipa fulltrúar kjaranefndar, stjórn (fyrir utan Herdísi Herbertsdóttur vegna starfa hennar á LSH) og hagfræðingur félagsins. Á fundinum voru lögð fram áhersluatriði SNR í réttindaviðræðum við BHM, BSRB og KÍ árið 2004 og viðræðuáætlun milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga annars vegar og fjármálaráðherra hins vegar undirrituð 17. september sl. Umræður urðu um stöðuna í samningaviðræðunum og hugsanleg næstu skref. Dagbjört sagði frá því að haldinn verði fundur trúnaðarmanna á LSH í byrjun næstu viku, þar sem ræddar verða mögulegar aðgerðir hjúkrunarfræðinga ef ekki takast samningar fljótlega eftir að núverandi kjarasamningar renna út, sem verður í lok nóvember 2004. Hjúkrunarfræðingar eru ekki tilbúnir til að láta nýja samninga dragast á langinn eins og gerðist síðast þar sem nýir samningar eru ekki afturvirkir. Félagsráðsfundur verður haldinn í lok vikunnar og er aðalefni fundarins staða kjaramála og gert er ráð fyrir að hefja vinnustaðafundi í kjölfarið.

Taldi Elsa að upp úr miðri næstu viku færi að sjást hvet stefni varðandi gang samningaviðræðna. Það sem hjúkrunarfræðingar leggja megin áherslu á í komandi samningum er hækkun grunnlauna og stytting vinnutímans.

 

6. Önnur mál.

• Erindi hefur borist félaginu um útfararstyrk að upphæð kr. 150.000.- vegna andláts hjúkrunarfræðings sem ekki á rétt á slíkum styrk úr sjúkrasjóði BHM. Erindið samþykkt.

• Ákveðið að skoða nánar stofnum sjóðs innan félagsins, sem veitt gæti útfararstyrki til þeirra sem ekki eiga rétt í öðrum sjóðum.

• Skipunarbréf til fulltrúa í starfshópi á vegum félagsins sem fjalla á um setningu viðmiða varðandi fjölda skjólstæðinga á hvern hjúkrunarfræðing (nurse/patient ratio) samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi litið kl. 16:07.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.

 

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála