Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun um aukna þátttöku sjúklinga í kostnaði

5. nóvember 2004
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Vegmúla 3
150 Reykjavík
Reykjavík 22. nóvember 2004 Efni: Ályktun frá Hjúkrunarþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 


Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldið í Reykjavík 5. nóvember 2004, mótmælir harðlega öllum áætlunum um að auka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni frekar en orðið er og hvetur stjórnvöld til að endurskoða núverandi greiðslukerfi. 


Rökstuðningur
Kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu hefur stöðugt verið að aukast síðustu ár og er nú svo komið að einstaklingar eru farnir að veigra sér við að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir einstaklinginn. Hjúkrunarfræðingar vilja ítreka stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem kveðið er á um að tryggja beri rétt allra þjóðfélagsþegna til viðeigandi heilbrigðisþjónustu og leggja beri sérstaka áherslu á þarfir þeirra einstaklinga sem standa höllum fæti, t.d. þeirra sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður, langvinn veikindi og/eða fötlun.


F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Ályktun þessi verður birt á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 

Ályktanir

Heilbrigðiskerfið

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála