Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

15. nóvember 2004

haldinn 15. nóvember 2004 kl. 14:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður,Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandi, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi og Hrafn Óli Sigurðsson, varamaður.

Dagskrá:

1. Fundargerð stjórnarfundar frá 1. nóvember 2004 samþykkt.

2. Ársreikningar 2003.

Ársreikningur 2003 samþykktur samhljóða. Stjórnarmenn lýstu ánægju með þær breytingar sem gerðar hafa verið á framsetningu ársreiknings og telja hann mun auðskiljanlegri en áður.

Farið yfir skuldbindingar vegna sérsjóða og sérverkefna. Ákveðið að loka sjóði um sögu hjúkrunarskólans þar sem skráningu hennar er lokið og færa upphæðina sem í þeim sjóði er yfir til minjanefndar.
Styrktarsjóður Guðrúnar og Sigurðar er sjóður sem ekki er vitað mikið um og er verið að leita að stofnskrá hans.
Viðhaldssjóður Suðurlandsbrautar 22 er nú tómur. Rætt um að

leggja áfram í þann sjóð til að eiga fyrir reglubundu viðhaldi eignarinnar.

Eigið fé félagssjóðs var í árslok 2003 rúmar 60 miljónir króna og telur stjórnin það fagnaðarefni hversu staða félagsins var góð. Umræður urðu um uppsöfnun eigna í félagssjóði og ákveðið að ræða viðbrögð við því á fulltrúaþinginu í maí

2005.

3. Styrkbeiðni frá Þórði Kristinssyni (frá síðasta fundi).

Stjórn samþykkti 200 þúsund króna styrk til rannsóknar Þórðar Kristinssonar á því hvað stendur í vegi fyrir auknum hlut karla í hjúkrun, þar sem hún taldi niðurstöðu rannsóknarinnar mikilvæga fyrir faglega umræðu og áframhaldandi vinnu varðandi ímynd stéttarinnar.

4. Umsókn um útfararstyrk.

Afgreiðslu frestað á meðan skoðaðar eru reglur annarra stéttarfélaga varðandi útfararstyrki.

5. Skipun í vinnuhóp vegna Vård i Norden.

Ákveðið að skipa Jón Aðalbjörn Jónsson í vinnuhópinn.

6. Staðan í kjaraviðræðum.

Elsa gerði grein fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum. Ákveðinn ávinningur hefur náðst í samfloti BHM, BSRB og KÍ en framhald mála í samráði BHM félaga er hins vegar óráðið. Elsa kynnti drög að kröfugerð félagsins og urðu umræður um hana. Samninganefnd félagsins fundar á morgun og verið er að reyna að ná fundi með samninganefnd ríkisins. Á döfinni eru fundir um stöðuna í kjaramálum. Fundað verður í vikunni með hjúkrunarfræðingum úti á landi í gegnum fjarfundabúnað félagsins, með hjúkrunarfræðingum á höfuðborgarsvæðinu utan LSH á Suðurlandsbrautinni og á LSH við Hringbraut með hjúkrunarfræðingum sem starfa þar.

7. Val á nýjum stjórnarmanni.

Velja þarf varamann í stjórn úr hópi kjörinna fulltrúa fulltrúaþings 2003 skv. lögum félagsins. Elsa mun tala við þá einstaklinga sem nefndir voru.

8. Önnur mál.

• Lögð fram beiðni um styrk vegna fræðslumyndbands um samskipti við heilabilaða, sem er samvinnuverkefni öldrunarsviðs LSH og sjúkraliðabrautar FÁ. Erindið verður afgreitt á næsta fundi.

• Ákveðið að skrifa bréf til styrktarsjóðs BHM vegna möguleika á styrkjum til líkamsræktar vegna stöðugra óska félagsmanna þar að lútandi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála