Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um þingsályktunartillögu

12. desember2004

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

     Reykjavík, 12. desember 2004

Efni: Umsögn um þingsályktunartillögu um um nýtingu stofnfrumna úr fósturvísum til rannsókna og lækninga, 53. mál. 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar framkominni þingsályktunartillögu. 

Nýting stofnfrumna til rannsókna og lækninga er tiltölulega ný tækni sem felur í sér væntingar um nýja möguleika í meðferð og jafnvel lækningu alvarlegra sjúkdóma.  Þessi tækni felur jafnframt í sér siðfræðilegar og lögfræðilegar spurningar.  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur því afar brýnt að víðtæk umræða fari fram um hvort og hvernig staðið skuli að slíkum rannsóknum hér á landi.  Einnig að sett verði skýr stefna og lagaumgjörð um slíkar rannsóknir.

Félag íslenkra hjúkrunarfræðinga gerir athugasemd við skipun nefndar þeirrar sem lagt er til að skipa.  Auk þeirra sem getið er í tillögunni telur Fíh brýnt að eftirtaldir eigi sæti í nefndinni:

-          fulltrúar fleiri heilbrigðisstétta, til að tryggja þverfaglega umfjöllun, s.s. fulltrúar hjúkrunarfræðinga, meinatækna og lyfjafræðinga,

-          fulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins eða annarra sérfræðinga um almannatryggingar, til að tryggja heilsuhagfræðilega umfjöllun um málið,

-          fulltrúi sjúklingasamtaka, til að tryggja rödd neytenda heilbrigðisþjónustunnar.

Að auki vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vekja athygli á skýrslu sem félagið hefur látið vinna um málið og send verður með umsögn þessari í bréfpósti.

Virðingarfyllst,

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Umsagnir

Heilbrigðiskerfið

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála