Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um þingsályktunartillögu

12. desember2004

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

     Reykjavík, 12. desember 2004

Efni: Umsögn um þingsályktunartillögu um tryggan lágmarkslífeyri, 8. mál. 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur áherslu á það hlutverk lífeyrissjóða að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum og börnum lífeyri skv. ákveðnum reglum er liggja fyrir.  Þrír eftirtaldir þættir einkenna lífeyrissjóði:

  • Sjóðsöfnun.  Sjóðfélagar leggja saman í sjóð sem er ávaxtaður til að greiða þeim síðan lífeyri til æviloka. Þannig er lífeyrir framtíðarinnar tryggður með traustum sjóði fremur en vaxandi skattbyrði á komandi kynslóðir.
  • Samtrygging.  Aðild að lífeyrissjóði tryggir sjóðfélögum verðtryggðan lífeyri til æviloka. Með samábyrgð og þátttöku allra er lífeyrir einnig tryggður til þeirra sem verða fyrir áföllum vegna slysa eða sjúkdóma.
  • Skylduaðild.  Aðild að lífeyrissjóðum er skylda samkvæmt landslögum og er forsenda þess að áhættu sé dreift, mismunun sé lágmörkuð og öllum tryggður lífeyrir, óháð efnahag, aðstæðum eða kyni.

Í þeirri tillögu til þingsályktunar sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir að þeir sem hafi lífeyri úr sínum lífeyrissjóði sem er lægri en kr. 50 þús. á mánuði, skerði ekki grunnlífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót eða aðrar samsettar lágmarksbætur lífeyrisþegans.

Hugsunin með tillögunni er í sjálfu sér góð og gild þ.e. að tryggja þeim sem ekki hafa frá sínum lífeyrissjóði hærri greiðslur en kr. 50 þús. á mánuði,  óskertar samsettar lágmarksbætur. 

Hins vegar má spyrja hvort þessi aðgerð geti ekki raskað því hlutverki lífeyrissjóðanna að tryggja lífeyri með traustum sjóðum fremur en með aukinni skattbyrgði afkomenda okkar.

Einnig er vert að skoða hvort aðgerð sem þessi ætti ekki að verða víðtækari en tillagan gerir ráð fyrir hvað varðar lágmarksbætur.  Samkvæmt tillögunni er einungis gert ráð fyrir óskertum samsettum lágmarsbótum þeirra sem þó hafa greiðslur úr lífeyrissjóðum.  Hvað með þá sem ekki hafa átt þess kost að vera á vinnumarkaðinum og notið launa vegna starfa sinna?, sbr. atvinnuþátttöku kvenna almennt. 

Virðingarfyllst,

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Umsagnir

Kjaramál

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála