Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

24. janúar 2005

haldinn 24. janúar 2005 kl. 14:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi.

Gestir fundarins:

Sigríður Halldórsdóttir formaður ritnefndar og Valgerður K. Jónsdóttir ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga.

Dagskrá:

1. Fundargerðir stjórnarfunda 13. desember 2004 og 10. janúar 2005 samþykktar með fyrirvara um löglegan fjölda stjórnarmanna.

2. Erindi frá orlofsnefnd

Tekið fyrir erindi frá orlofsnefnd þar sem nefndin setur fram tillögur varðandi: ráðstöfun á árlegum tekjum orlofssjóðs, orlofsnefnd verði launuð nefnd, eignakaup á árinu 2005 og orlofshús í eigu félagssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samþykktar voru tillögur 1 og 3. Ákvörðun um tillögu 2 frestað til vinnufundar 7. febrúar n.k. og ákveðið að fá endurskoðanda félagsins til að skoða betur atriði varðandi tillögu 4 áður en ákvörðun er tekin varðandi hana.

3. Tillaga að reiknilíkani fyrir útleigu á sal, fjarfundabúnaði og þjónustu við sal Fíh

Ræddar tillögur Jóns Aðalbjörns varðandi leigu á sal og fjarfundabúnaði félagsins til aðila utan félagsins. Ákveðið að fá upplýsingar um hvað kostar að leigja samskonar búnað og sal hjá öðrum aðilum til samanburðar.

4. Tillögur um framtíðarfyrirkomulag þjónustu sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga

Skýrsla Þórs Clausen kynnt og rætt um tillögur hans varðandi framtíð fyrir starfsemi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga í heimahúsum. Næsta skref er að kalla saman þá hjúkrunarfræðinga sem eru að sinna þessari þjónustu núna og síðan þarf félagið að leggja fram mótaðar hugmyndir fyrir TR. Nauðsynlegt er að kostnaðargreina þessar hugmyndir gróflega og tryggja að TR auki framlag sitt.

5. Reglur um úthlutun styrkja Fíh til fagdeilda félagsins

Reglurnar samþykktar. Nýtt ákvæði er komið inn sem segir að sækja þarf styrkinn innan 12 mánaða frá afgreiðslu hans, annars fellur hann niður og leggst við framlög næsta ár.

6. Val fulltrúa á CNR fund og ICN ráðstefnu í Taiwan í maí 2005

Ákveðið að Erlín Óskarsdóttir fari fyrir hönd félagsins til Taiwan ásamt einum öðrum stjórnarmanni sem ákveðið verður á næsta fundi stjórnar.


7. Staða í kjaraviðræðum

Elsa sagði frá viðræðum BHM við SNR. Rætt er m.a. um sameiginlega launatöflu fyrir öll félögin innan BHM að undanskyldu félagi náttúrufræðinga. Bókaðir eru 3 fundir BHM og SNR og gert er ráð fyrir að viðræðum þessara aðila ljúki í næstu viku.

8. Formaður ritnefndar Fíh mætir á fundinn kl. 15:30

Erindi ritnefndar frá 13. desember 2004 rædd.

Sigríður gerði grein fyrir fyrirhugaðri útgáfu á afmælisári tímaritsins. Ritnefnd hefur hug á að gefa út í tilefni afmælisins sérrit með ritrýndum greinum en alls bíða nú fimm greinar eftir ritrýni. Þá hefur ritnefnd hugsað sér að gefa út kassa utanum afmælistölublöðin og fræðiritið. Ef framhald verður á sérútgáfu ritrýndra greina verður trúlega blaðsíðum fækkað í hinum blöðunum þannig að tímaritið á ekki að stækka við þessa breytingu né heldur á kostnaður að aukast til muna. Fram kom í máli Sigríðar að í Tímariti hjúkrunarfræðinga birtist þrjár tegundir af greinum; fræðslugreinar, fræðigreinar og ritrýndar greinar. Ef framhald yrði á sérútgáfu ritrýndu greinanna hefur ritstjórn horft til Journal of Advanced Nursing með innihald og útlit hinna blaðanna. Þar eru t.d. fengnir blaðamenn til að skrifa greinar upp úr fræðigreinum og matreiða efni þeirra á aðgengilegan hátt fyrir hjúkrunarfræðinga.

Þá gerði Sigríður grein fyrir umræðu ritnefndar um gerð lesendakönnunar á árinu. Slík könnun hefur aldrei verið gerð hér áður og ekki er búið ákveða né útfæra könnunina nákvæmlega. Mikilvægt er að gera slíka könnun og sagði Valgerður frá því að slíkar lesendakannanir væru gerðar reglulega á hinum norðurlöndunum og þróun tímaritanna byggði mikið til á niðurstöðum þessara kannana.

Erindi ritnefndar varðandi hækkun starfshlutfalls ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga í 100% var frestað til vinnufundar stjórnar.

9. Önnur mál:

• Vinnufundur stjórnar ákveðinn 7. febrúar n.k. kl. 9:00-16:00. Ákveðið að vera hér á stór-Reykjavíkursvæðinu.

• Starfsmannamál.

• Í framhaldi af umræðu stjórnar um greiðslur til nefndarmanna var lagt fram yfirlit yfir vinnuframlag nefnda félagsins. Nánari umræða verður um þetta mál á vinnufundinum.

• Themadiskusion á SSN. Frestað til vinnufundar stjórnar.

• Kynnt bréf til formanna svæðisdeilda vegna væntanlegs fulltrúaþings 9.-10. maí 2005.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.


Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála