Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinnufundur stjórnar

7. febrúar 2005

haldinn 7. febrúar 2005, kl. 09:00-17:30

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi og Inga Valborg Ólafsdóttir, varamaður.

Dagskrá:

1. Fundargerð stjórnarfundar 24. janúar 2005 samþykkt

2. Erindi frá Orlofsnefnd (frá síðasta fundi)

Stjórn tekur undir að greiða orlofsnefnd laun frá 1. janúar 2005. Fyrirkomulag greiðslnanna ákveðin síðar. Ákveðið var að Kvennabrekka verði áfram í eigu félagsins en stjórn jákvæð gagnvart því að flytja Bláskóga yfir til orlofsjóðs. Ákveðið að fá endurskoðanda félagsins til að athuga hvort það séu einhverjir meinbugir á slíkri tilfærslu. Ákveðið að ítreka við orlofsnefnd að hún kynni hugmyndir sínar um framtíð Kvennabrekku.

3. Reglur um úthlutun styrkja Fíh til fagdeilda

Farið yfir drög að reglum um úthlutun styrkja Fíh til fagdeilda. Ákveðið að þeir styrkir sem ekki verða sóttir innan 12. mánaða falli niður en leggist ekki við framlög næsta árs. Stjórnarmenn munu koma með tillögur að orðalagsbreytingum til ritara.

4. Val fulltrúa á CNR fund og ICN ráðstefnu í Taiwan í maí 2005 og fundi SSN og PCN í Kaupmannahöfn í mars 2005

Ákveðið að Erlín og Halla fari á CNR fund og ICN ráðstefnu í Taiwan á vegum félagsins. Á stjórnarfund SSN fari Erlín, Aðalbjörg, Ingibjörg og á fund PCN fari Elsa og Elín Ýrr. Elsa mun sitja fund WHO í Kaupmannahöfn.

5. Erindi frá ritnefnd um aukið stöðuhlutfall ritstjóra

Samþykkt að kalla eftir frekari rökstuðningi formanns ritnefndar fyrir aukningu á stöðuhlutfalli ritstjóra sérstaklega með tilliti til aukinni verkefna.

6. Erindi frá fræðslunefnd um könnun

Ákveðið var að setja könnun á fræðsluþörfum hjúkrunarfræðinga á starfsáætlun stjórnar fyrir tímabilið 2005-2007. Ákveðið að skoða þessa könnun í samræmi við aðrar kannanir sem eru í farvatninu hjá félaginu s.s. þjónustu og viðhorfskönnun félagsmanna til félagsin.

7. Erindi frá stjórn orlofssjóðs BHM dags. 31. janúar 2005

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur sent Fíh erindi þar sem hún fer fram á viðræður við fulltrúa félagsins um möguleika á samstarfi orlofssjóða háskólafólks með aðild að BHM. Ákveðið var að fara í viðræður við BHM varaðandi þetta mál. Ákveðið var að senda þetta erindi BHM til orlofsnefndar Fíh til umsagnar. Í framhaldinu verði


hafnar viðræður við stjórn Orlofssjóðs BHM varðandi erindi þeirra og verði skipaðir fulltrúar stjórnar og orlofsnefndar félagsins í þá viðræðunefnd.

8. Svar frá PricewaterhouseCoopers hf, dags. 27. janúar 2005

Lagt var fram bréf framkvæmdastjóra PricewaterhouseCoopers hf, þar sem hann fyrir hönd fyrirtækisins biðst afsökunar á því þjónustuleysi sem félagið varð fyrir af hálfu starfsmanns fyrirtækisins. Ákveðið var að þiggja boð hans um annan endurskoðanda til verksins þ.e. að skoða fjársýslu félagsins og leita leiða til að bæta hana.

9. Staðan í kjaraviðræðum

Elsa sagði frá gangi mála í samningaviðræðum milli BHM og SNR og kynnti tilboðsgögn og hugmyndir aðila úr viðræðunum. Umræður urðu um málið. Hækkun grunnlauna og stytting vinnuviku voru þau megin atriðin sem lagt var upp með svo og hækkun vaktaálags. Fundur miðstjórnar BHM í síðustu viku samþykkti að halda áfram viðræðum við SNR. Stjórnin félagsins ákvað að halda samflotinu áfram út næstu viku og sjá hvað kemur út úr áframhaldandi viðræðum varðandi frekari útfærslur á launatöflu. Ákveðins ótta gætir hjá stjórn við samflotið þar sem að hennar mati er ekki verið að koma til móts við sérstöðu stéttarinnar. Samninganefnd Fíh hefur ekki tekið afstöðu til nýjasta tilboðs SNR en mun skoða það á fundi sínum á morgun. Búið er að ákveða þrjá viðræðufundi með BHM og SNR í þessari viku og næstu. Ákveðið að endurmeta stöðuna eftir fund BHM og SNR þann 16. febrúar nk. og er aukafundur stjórnar boðaður miðvikudaginn 16. febrúar kl.14:30 til að taka afstöðu til áframhaldandi samflots.

10. Mástofa „Dialogue of Cultures“ til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

Aðalbjörg sagði frá undirbúningi félagsins að málstofunni sem haldinn er í samvinnu við hjúkrunarfræðideild H.Í

11. Tilkynning um fulla aðild Fíh að PCN

Staðfesting hefur borist frá formann EFN (áður PCN) að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er nú fullgildur aðili að EFN.

12. Bréf frá og til LOGOS lögfræðiþjónustu

Lagt fram bréf og reikningur frá LOGOS vegna lögfræðistarfa fyrir félagsmann. Þar er að mati formanns félagsins rukkað fyrir lögfræðistörf sem stjórn félagsins hafði ekki samþykkt og því var LOGOS sent bréf dags. 31. janúar 2005 þar sem þessum reikningi var mótmælt. Stjórn telur óeðlilegt að LOGOS skuli ekki hafa á neinum tímapunkti athugað hvort þeirra umboð næði til þeirrar vinnu sem þeir framkvæmdu í málinu, sem sífellt tók á sig nýjar myndir, sem LOGOS brást við án samráðs við Fíh.

13. Endurskoðun laga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Elsa kynnti hvað þeir stjórnarmenn sem tekið hafa að sér að endurskoða lög félagsins, hafa verið að ræða. Ekki eru tilbúnar tillögur á þessu stigi máls en drög að breytingum verða lagðar fyrir stjórnarfund.


14. Endurskoðun stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum

Stjórn samþykkti að vinnuhópur sem starfar við endurskoðun stefnu félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum endurskoði núverandi stefnu sem síðan verði hugmyndafræði og framtíðarsýn félagsins og sá kjarni í viðhorfi félagsins sem getur staðið til lengri tíma en leggi síðan fram tillögur að stefnu félagsins til 2-3 ára, en þar verði stefna félagsins lögð í fagpólitískum málum líðandi stundar.

15. Undirbúningur fulltrúaþings Fíh 9. og 10. maí 2005

Frestað til næsta stjórnarfundar vegna tímaskorts

16. Önnur mál

• Lagt fram bréf formanns Fíh til framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna niðurlagningu starfa hjúkrunarforstjóra. Stjórn telur mikilvægt að fá úr því skorið hvort einhliða sé hægt að segja að starf sem boðið er sé sambærilegt við það sem leggja á niður, þar sem réttur til biðlauna tapast hafni viðkomandi starfsmaður því starfi sem boðið er sem sambærilegt við það sem leggja á niður.

Fleira ekki gert. Fundi slitið 17:30.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt


Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála