Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

3. mars 2005

haldinn 3. mars 2005 kl. 17:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi, Ingibjörg Sigmundsdóttir, meðstjórnandi og Inga Valborg Ólafsdóttir, varamaður.

Gestir: Samninganefnd: Guðrún Jónsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Dagbjört H. Kristinsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Vigdís Árnadóttir, Hulda Sv. Gunnarsdóttir og Fríða Björg Leifsdóttir.

Dagskrá:

Fundargerðir stjórnarfunda 21. febrúar og 25. febrúar 2005 samþykktir.

Kynning á kjarasamningi.

Elsa kynnti kjarasamninginn og Helga Birna gaf nokkur dæmi um mögulega niðurröðun í nýju launatöfluna. Umræður urðu um málið. Samninganefnd félagsins sat fundinn á meðan á umræðum stóð.

Ákvörðun um afgreiðslu stjórnar á kjarasamningi undirrituðum 28. febrúar 2005 af viðræðunefnd BHM annars vegar og Samninganefnd ríkisins hins vegar.

Stjórn félagsins samþykkti að kjarasamningurinn skyldi fara í alsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna, með 6 atkvæðum. Einn stjórnarmanna sat hjá við afreiðslu málsins. Ákveðið að halda fundi með hjúkrunarfræðingum til að kynna nýja kjarasamninginn í næstu viku.

Rekstur skrifstofu félagsins næstu daga.

Aðfararnótt miðvikudagsins 2. mars flæddi vatn af 4. hæðinni niður á skrifstofu félagsins. Ljóst er að skemmdir af völdum vatnsins eru mjög miklar og verður starfsemi á skrifstofunni ekki möguleg næstu daga og jafnvel vikur. Ákveðið að kanna möguleika á að fá húsnæði hjá Lýsingu til bráðabirgða þannig að hægt verði að opna afgreiðsluna sem allra fyrst.

Erindi frá Vestmannaeyjardeild Fíh.

Frestað.

Önnur mál.

Engin mál voru undir þessum lið.

Fleira ekki gert. Næsti fundur verður 14. eða 21. mars. Fundi slitið kl. 19:20.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála