Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

4. apríl 2005

haldinn 4. apríl 2005 kl. 14:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi, Ingibjörg Sigmundsdóttir, meðstjórnandi og Inga Valborg Ólafsdóttir, varamaður.

Jón Aðalbjörn Jónsson gat ekki setið fundinn vegna bilunar í fjarfundabúnaði.

Dagskrá:

Fundargerð stjórnarfundar 3. mars 2005 samþykkt.

Erindi frá Vestmannaeyjadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Erindinu hafnað. Ákveðið að ræða málið á fulltrúaþinginu.

Erindi frá ritnefnd um aukningu á starfshlutfalli ritstjóra.

Samþykkt að auka starfshlutfall ritstjóra í 100%.

Erindi frá orlofsnefnd.

Samþykkt.

Laun til nefnda.

Samninganefnd fær greitt fyrir hvern fund. Orlofsnefnd hefur fengið þóknun fyrir sín störf í formi orlofspunkta.

Samþykkt að greiða Orlofsnefnd skv. tillögum hennar. Ákveðið að skoða greiðslur til fræðslunefndar síðar m.t.t. aukinnar verkefna þ.á.m. væntanlega auknu fræðsluhlutverki félagsins.

Áfram gildir sú regla að nefndir fá ákveðna þóknun/risnu til að bjóða nefndarmönnum út að boða einu sinni á tímabilinu.

Undirbúningur fulltrúaþings.

Starfsáætlun stjórnar 2005-2007. Ákveðið að leggja áherslu á eftirfarandi atriði í starfsáætlun:

Ráðning alþjóðafulltrúa.

Minjanefnd.

Könnun á fræðsluþörf hjúkrunarfræðinga á vegum fræðslunefndar Fíh.

Þjónustukönnun félagsins.

Þróun samnings við TR varðandi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga.

Hjúkrunarfræðingatal.

Samvinnu við menntastofnanir hjúkrunarfræðinga varðandi stefnu hjúkrunarmenntunar í landinu.

Rekstur skrifstofu félagsins og breytingar á húsnæði.

Skoðaðar breytingar á húsnæðinu eftir vatnstjónið. Stjórn leist vel á breytingarnar. Viðbótarkostnaður mun falla á félagið vegna breytinganna.

Kjarasamningar – atkvæðagreiðsla – staða mála.

Niðurstaða liggur nú fyrir í atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga um kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, sem undirritaður var 28. febrúar sl.  Alls áttu 2048 hjúkrunarfræðingar rétt á að kjósa um samninginn.  Atkvæði greiddu 993 eða 48,5%.  Af þeim sögðu 82% já, 17% sögðu nei og 1% skilaði auðu.  Samningurinn var því samþykktur með miklum meirihluta greiddra atkvæða.

Enn eiga fimm félög innan BHM eftir að ganga frá samningum.

Framboð í stjórn og nefndir félagsins vegna næsta starsárs.

Erlín gerði grein fyrir stöðu framboða til stjórnar og nefnda félagsins. Enn vantar framboð í nokkrar stöður.

Önnur mál.

Erindi frá Samtökum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki hafnað.

Ákveðið að skoða starfsreglur fagdeilda á næsta fundi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála