Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

4. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005- 2007

8. ágúst 2005

haldinn 8. ágúst 2005 kl. 13:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaðurog Fríða Björg Leifsdóttir varamaður.

Dagskrá:

Fundargerð stjórnarfundar 4. júlí 2005 samþykkt

Sala á húsi og lóð í Kvennabrekku

Samþykkt einróma að taka hæsta tilboði.

Tillaga orlofsnefndar um kaup á lóð og húsi í Húsafelli

Tillaga orlofsnefndar samþykkt einróma.

Samningur við bókhaldsstofu

Elsa kynnti tilboð PricewaterhouseCoopers í bókhaldsþjónustu, launabókhald og endurskoðun og ársuppgjör fyrir félagið. Elsa mun óska eftir tilboðum í sömu verkþætti frá þremur öðrum bókhaldsstofum. Einnig munu núverandi endurskoðendum félagsins verða kynntar niðurstöður úttektar PricewaterhouseCoopers varðandi þeirra störf.

Trúnaðarmál

Skráð í Trúnaðarmálabók.

Staðan í samningamálum

Enn er eftir að semja við Reykjavíkurborg (Droplaugarstaðir og Seljahlíð) og stóran hóp öldrunarstofnana, sem hafa spyrt sig saman.

Reykjavíkurborg vill semja á grundvelli starfsmats og hafa verið tekin prufuviðtöl við nokkra hjúkrunarfræðinga, almenna, millistjórnendur og yfirstjórnendur. Ekki er ljóst hvenær þessum samningamálum lýkur en fundur verður haldinn með Reykjavíkurborg í vikunni og í næstu viku með samninganefnd öldrunarstofnana..

Önnur mál

Gjaldkeri félagsins lagði fram erindi varðandi nánari skilgreiningu á hlutverki hans. Ákveðið að skoða þetta fyrir og á vinnufundi stjórnar í september.

Verið er að endurskoð lög um  heilbrigðisþjónustu. Ákveðið að koma með tillögur að endurskoðun á heiti og hlutverki landlæknis og Landlæknisembættiinu m.t.t. hlutverks hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga hjá embættinu.

Erindi frá Ljósmæðrafélagi Íslands kynnt, um flutning áunna réttinda við kjarafélagskipti innan BHM.

Kynnt var erindi BHM sem beinir því til aðildafélaga sinna að tryggja rekstur Mannréttindaskrifstofu Íslands með fjárframlögum þar sem ríkistjórn Íslands hefur hefur hætt rekstri skrifstofunnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála