Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

8. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005- 2007

17. október 2005

haldinn 17. október 2005 kl. 13:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður.

Dagskrá:

 1. Fundargerðir stjórnarfunda 3.október og 12. september og vinnufundar 12. september 2005 samþykktar með breytingum.
 1. Starfsreglur stjórnar Fíh

Frestað til næsta fundar.

 1. Endurskoðun á tilleggi orlofssjóðs til skrifstofu félagsins

Endurskoða þarf framlag sjóðsins til Fíh en í janúar á þessu ári samþykkti stjórn að framlag orlofsnefndar skyldi vera 3,5% af tekjum sjóðsins í stað 25%, eins og verið hafði.

Elsu falið að endurskoða framlagið í samvinnu við orlofsnefnd.

 1. Námsleyfi fjármálastjóra 2006

Samþykkt að fjármálstjóri fái 50% námsleyfi janúar-maí 2006.

 1. Starfsmannastefna Fíh.

Frestað til næsta fundar.

 1. Endurskoðun starfsreglna fagdeilda félagsins

Ákveðið að endurskoða starfsreglur fagdeilda í samvinnu við þær.

 1. Könnun félagsvísindastofnunar

Frestað.

 1. Fjárhagsstaða starfsmenntunarsjóðs

Vegna slæmrar fjárhagsstöðu starfsmenntunarsjóðs verður ekki hægt að úthluta styrkjum til þeirra sem sóttu um styrk í sjóðinn fyrir 1.október, að öllu óbreyttu. Stjórn sjóðsins vinnur að breytingum á reglum og verða tillögurnar kynntar stjórn félagsins.

Rætt um að félagssjóður greiði upp skuldbindingar starfsmenntunarsjóðs vegna októberúthlutunar. Stjórn lýsir sig viljuga til þess.

 1. Önnur mál
  • Elsa fundaði með ritnefnd og mun ritnefnd vinna starfsreglur fyrir nefndina og skipuleggja samræðuþingið sem vera á í næsta mánuði.
  • Kjarasamningar við Reykjavíkurborg voru feldir. Búið er að funda með hjúkrunarfræðingum sem hlut eiga að máli.
  • SSN. Haustfundur og ráðstefna SSN haustið 2007 verður haldin hér á landi.
  • ENDA. Stjórn fagdeildar hjúkrunarstjórnenda hefur óskað eftir stuðningi við ENDA fund hér á landi haustið 2007. Fundinum er ætlað að standa undir sér en óskað er eftir því að félagið yrði fjárhagslegur bakhjarl ef illa færi. Stjórn samþykkti þessa málaleitan fagdeildar hjúkrunarstjórnenda.
  • Stjórnarfundir fyrri hluta ársins 2006 voru ákveðnir eftirfarandi:  9. og 23.janúar, 6. og 20.febrúar, félagsráðsfundur 17. febrúar, 6. og  20. mars, 3. og 24. apríl, 8. og  22. maí, 12. og  26. júní og 10. júlí.
  • Næsti stjórnarfundur verður haldinn 31. október kl. 8:30.
  • Ráðning alþjóðafulltrúa eða hjúkrunarfræðings á skrifstofu. Ákveðið að auglýsa eftir hjúkrunarfræðing í 50% starf hjúkrunarfræðings. Æskilegt er að viðkomandi hafi meistarapróf.
  • Ingibjörg og Fríða Björg viku af fundi 15:10.
  • Trúnaðarmannakerfi á LSH. Engin aðaltrúnaðarmaður er á LSH núna þar sem enginn trúnaðarmaður vildi taka við af fráfarandi aðaltrúnaðarmanni. Trúnaðarmannanámskeið veða haldin í október. Yfir 40 nýir trúnaðarmenn eru að hefja störf um þessar mundir. Endurskoða þarf uppbyggingu trúnaðarmannakerfisins.
  • Félaginu barst þakkarbréf frá Kristínu Björnsdóttur vegna styrkjar er hún hlaut við útgáfu bókar sinnar Líkami og sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun..

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:25

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála