Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

10. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005- 2007

14. nóvember 2005

haldinn 14. nóvember 2005 kl. 13:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi og Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður.

Gestir fundarins: Anna Björg Aradóttir yfirhjúkrunarfræðingur og

Sigurður Guðmundsson landlæknir.

Dagskrá:

 1. Fundargerð stjórnarfundar 31. október 2005 samþykkt

 1. Beiðni um rannsóknarstyrk

Beiðninni hafnað. Rætt um að setja niður stefnu félagsins varðandi slíka styrki.

 1. Beiðni frá fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga um að útbúa nælu með merki fagdeildar

Erindið sameykt

 1. Starfsmannastefna Fíh

Afgreiðslu frestað. Athugasemdir starfsmanna verða kynntar stjórnarmönnum.

 1. Erindi Öldungadeildar Fíh um ályktun vegna fyrirhugaðrar sölu húss Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur

Stjórn félagsins ákvað að gera þessa ályktun ekki að sinni en fagnar framtaki Öldungadeildar.

 1. Ályktun stjórnar um þjónustu á blóðskilunardeild LSH

Ályktunin samþykkt.

 1. Starfsreglur stjórnar

Starfsreglur stjórnar samþykktar.

 1. Rekstraryfirlit félagssjóðs og sjóða jan.-sept. 2005

Lagt var fram rekstraryfirlit félagssjóðs og sjóða jan.-sept. 2005 til kynningar.

 1. Könnun félagsvísindastofnunar

Verið er að leggja síðustu hönd á þjónustukönnun félagsins og verður hún virkjuð þann 16. nóvember nk.

 1. Starfsreglur starfsmenntunarsjóðs

Nýjar reglur sjóðsins sem samþykktar voru af stjórn hans þann 8. nóvember sl. kynntar stjórnarmönnum. Helstu breytingar eru lækkun hámarksstyrkfjárhæðar og hámarksfjölda styrkja.

Heimsókn Landlæknis og yfirhjúkrunarfræðings kl. 14:00

 • Landlæknir sagði megin tilgang heimsóknarinnar að koma  samstarfi Landlæknisembættisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í betri farveg þar sem hann taldi mikilvægt að þessir aðilar hittust og ræddu þau ýmis brýn mál sem uppi eru innan heilbrigðisþjónustunnar á hverjum tíma. 
 • Lagi hann áherslu á tvö mál í upphafi fundar sem honum þótti brýnt að ræða og voru þau annars vegar nauðsyn þess að efla hlutverk hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu og gera starf hjúkrunarfræðings sem þar starfa sýnilegra, og hins vegar að nauðsyn þess að hjúkrunarfræðingar hefðu skoðanir og létu til sín heyra um málefni heilbrigðisþjónustunnar.
 • Rætt var um mikilvægi þess að heilbrigðisstéttir hefðu meira frumkvæði varðandi heilbrigðisþjónustu, uppbyggingu hennar og skipulag í stað þess að bregðast alltaf bara við aðstæðum sem upp koma.
 • Rætt var um ástandið á LSH þar sem fjármálahliðin er ætíð fyrsta sjónarhorn og kvartanir starfsmanna, bæði hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta sem  telja starfsmannastefnu LSH einkennist af kúgun sem lýsir sér m.a. í því að starfsfólk þorir ekki lengur að tjá sig opinberlega né birta kvartanir sínar undir nafni. Umræður um hvernig snúa megi þessari þróun við.
 • Ákveðið að Landlæknisembættið og Fíh vinni saman öryggi sjúklinga og mun Fíh koma að málþingi Landlæknisembættisins um þetta efni sem haldið verður í mars á næsta ári.
 • Rætt um að hjúkrunarfræðingar komi meira að gerð þjónustukannanna og staðla sem unnir eru af Landlæknisembættinu til að koma sjónarmiðum sjúkrunar betur að.
 • Rætt um klínískar leiðbeiningar sem Landlæknisembættið gefur út og nauðsyn þess að gera í tenglum við þá fræðsluefni og leiðbeiningar fyrir almenning. Hjúkrunarfræðingar geta komið meir að þessari vinnu.
 • Lýðheilsunám. Félagið hefur ekki tekið afstöðu né rætt um það og hefur því ekki skoðun á því.
 • Báðir aðilar sammála um nauðsyn þess að auglýsa allar stjórnunarstöður í ríkiskerfinu og voru sérstaklega nefndar sviðstjórastöður á LSH.
 • Reglur um góða starfshætti. Landlæknisembættið hefur unnið að reglum eða leiðbeiningum um góða starfshætti lækna og varpaði landlæknir því fram hvort hjúkrunarfræðingar teldu ástæðu til að gera slíkar reglur fyrir hjúkrunarfræðinga. Bent var á að fagmennska í hjúkrun væri kennd í náminu og einnig væru siðareglur félagsin virtar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:35.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála