Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

12. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005- 2007

12. desember2005

haldinn 12. desember 2005 kl. 13:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2. varaformaður. Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Fríða Björg Leifsdóttir varamaður og Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður.

Dagskrá:

Til afgreiðslu:

1.                  Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt.

2.                  Umsókn um tékkareikning. 
Stofnaður hefur verið B2B reikningur í nafni Fíh hjá Íslandsbanka.  Reikningurinn er þjónustureikningur sem einungis er notaður til að samkeyra upplýsingar um kennitölu og reikningsnúmer félagsmanna við umsókn í Starfsmenntunarsjóð.  5 stjórnarmenn þurfa að undirrita umsóknina.  Samþykkt.  Þörfin fyrir þennan reikning verður skoðuð nánar m.t.t. viðskipabanka félagsins sem er SPRON

3.                  Starfsmannastefna Fíh - Undirritun.
Starfsmannastefnan sem samþykkt var á síðasta fundi stjórnar var undirrituð af fundarmönnum og verður í framhaldi af því sett á vefsvæði Fíh.

Til umræðu

4.                  Undirbúningsnefnd málþings vorið 2006.
Þegar eru komnar 3 af 5 tilnefningum í nefndina.

5.                  Félagsráðsfundur 17. febrúar 2006.
Samþykkt að vinnuverndarnefnd verði virkjuð til undirbúnings og að þemað verði “Mannauður”. Sérstök áhersla verður á samskipti á vinnustað og einelti.

6.                  Hjúkrunarfræðingatal.
Elín Ýrr Halldórsdóttir og Jón Aðalbjörn Jónsson mynda starfshóp um verkefnið.

Önnur mál til kynningar:

7.                  Erindi frá Landlækni
Stjórn fagnar verkefninu, styður það og mun leggja sitt af mörkum til að styðja ósk embættisins, til stjórnvalda, um fjármagn.

8.                  Verkefnisstjórn um heilsufar kvenna
Elsa og Fríða munu sækja fundinn

9.                  Frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra
Vísað til Siðanefndar til umsagnar og athugasemda

10.              Vefsíða Fíh 2006
Jón Aðalbjörn kynnir drög að nýtingu þess fjármagns sem er ætlað til verkefnisins á fjárhagsáætlun næsta árs.  Samþykkt að ný áætlun verði unnin að loknum fundi með ritstjóra tímarits hjúkrunarfræðinga og formanni fræðiritnefndar þann 13. desember.


Fundi slitið kl 15.10

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála