Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

14. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005 - 2007

23. janúar 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 23. janúar 2006 kl. 14.00-16.00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, Formaður, Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður

Til Afgreiðslu

1.                  Fundargerð síðasta fundar.  Samþykkt

2.                  Erindi frá Félagsmanni um styrk. Samþykkt allt að 80.000 kr. skv. reikningum

3.                  Samningur um lögmannsþjónustu við Mörkin lögmannsstofa hf. (ML).  Tilboðs verði leitað frá BB lögmönnum ásamt því að frekari skýringa verði leitað vegna tilboðs ML

4.                  Ákvörðun um opnunartíma skrifstofu Fíh sumarið 2006.  Ákveðið að falla frá sumarlokun.  Daglegur opnunartími verður ákveðin síðar skv. tillögum formanns.

Til umræðu

5.                  Kaup á brunaviðvörunarkerfi.  Samþykkt að kaupa slíkt kerfi, en formanni falið að gera frekari samanburð og að því loknu ganga frá samningi um kaup.

6.                  Erindi um stofnun fagdeildar gigtarhjúkrunarfræðinga.  Samþykkt

7.                  Þjónustukönnun Fíh – drög að skýrslu frá félagsvísindastofnun.  Formaður kemur athugasemdum á framfæri við skýrsluhöfund.

Til kynningar

8.                  Önnur mál

a.       Tillaga um nýtingu áætlaðs fjármagns skv. kostnaðaráætlun fyrir vefsíðu Fíh.  Samþykkt með fyrirvara um áætlun um auglýsingatekjur og vinnuframlag starfsmanna til vefsíðunnar.

b.      Umsagnarnefnd um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu. Eygló, Halla og Jón Aðalbjörn munu rýna frumvarpið þegar beiðni um athugasemdir við frumvarpið berst Fíh.

c.       Stefna PSA auglýsingastofu vegna söfnunar auglýsinga fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga.  Formaður kynnir málið.

d.      Ósk um stofnfé í Rannsóknasjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur.  Formaður mun setja sig í samband við Rannsóknastofnun í Hjúkrunarfræði og leita frekari upplýsinga.

e.       Erindi frá barnahjúkrunarfræðingum sem starfa á TR samningi.  Verður tekið fyrir á stjórnarfundi 20. febrúar 2006.

f.        Umræða um Tímarit hjúkrunarfræðinga.  (sjá bókun)

Bókun við lið 8.f.

Í tengslum við yfirferð á viðhorfskönnun Fíh og umræðu um fjárhagsáætlanir, lýsir stjórn yfir áhyggjum vegna Tímarits hjúkrunarfræðinga, fjárhagsáætlunum og tekjuöflun þess.  Stjórnin telur að einnig  þurfi að skoða efnistök, ritstjórnarstefnu  og útgáfu þess almennt.

Fundi slitið kl. 16.00

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari í stjórn Fíh.

Fundargerð þessi var samþykkt á 15. fundi stjórnar 20. febrúar 2006.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála