Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

15. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005-2007

20. febrúar 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22, 20. febrúar 2006 kl. 14:00

Mætt: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi og Fríða B. Leifsdóttir varamaður.

Til afgreiðslu:

 1. Fundargerð 14. stjórnarfundar 23.01.2006 samþykkt.

 1. Erindi Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði um stofnfé í Rannsóknasjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur. 
  Formaður kynnti breytingar á hugmyndinni að sjóðnum þannig að stofnfélagar munu eiga aðila í stjórn auk þess sem sjóðurinn verður aðgengilegur öllum doktorsnemum í hjúkrunarfræði óháð námsstað. Samþykkt að veita 1.000.000 í sjóðinn að því tilskyldu að tekist hafi að ná saman 10.000.000 kr. stofnsjóði.    

 1. Erindi frá formanni Fíh.

Samþykkt að verða við erindi formanns um námsleyfi.  1. og 2. varaformanni falið að útfæra framkvæmdina nánar með formanni.

 1. Fjárhagsáætlun Fíh fyrir yfirstandandi ár og drög fyrir 2007

Farið yfir svör fjármálastjóra um athugasemdir við áætlunina, sem gerðar voru á síðasta vinnufundi stjórnar þann 6. febrúar 2006.  Formaður mun leita frekari útskýringa hjá fjármálastjóra í samræmi við fram komnar athugasemdir stjórnar. Stjórn gerir eftirfarandi bókun: Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir formanns og gjaldkera til fjármálastjóra, liggja áætlanir um rekstur og stöðu einstakra sjóða félagsins ekki fyrir. Stjórnarmenn eru sammála um að lokafrestur til að skila þessum gögnum til formanns skuli vera 28. febrúar, þannig að hægt sé að taka þau fyrir á næsta stjórnarfundi þann 6. mars 2006.

 1. Einstaklingsmál (kynnt á vinnufundi stjórnar 6. febrúar 2006).

Erindinu hafnað.

 1. Staðfesting samnings Fíh og samninganefndar HTR frá 7. febrúar 2006.
  Umræða um samninginn.  Samningurinn er samþykktur af meirihluta stjórnar.
  Í ljósi þeirrar umræðu sem mun fara fram á fundi, þriðjudaginn 21. febrúar, með hjúkrunarfræðingum, sem starfa skv. samningnum mun stjórn taka málið fyrir að nýju til frekari umræðu á næsta fundi stjórnar.  Stjórn hvetur heilbrigðisráðherra til ljúka skipun nefndar til að endurskoða heildarskipulag þjónustu sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga því óásættanlegt sé að nefndin skuli ekki hafa verið skipuð og hún hafið störf.  Formanni falið að rita ráðherra bréf.

Til umræðu:

 1. Bótatilboð frá VÍS vegna vatnstjóns 2. mars 2005
  Frestað til næsta fundar.

 1. Erindi frá Söguritunarnefnd (kynnt á vinnufundi stjórnar 6. febrúar 2006) Ásta Möller .

Ásta komst ekki á fundinn.  Frestað.

Til kynningar:

 1. Önnur mál:
  1. Erindi frá Páli Biering um styrk.   Frestað

Fleira ekki gert. Fundi slitið 16:00

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari í stjórn Fíh.

Fundargerð þessi var samþykkt á 16. fundi stjórnar 6. mars 2006.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála