Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun stjórnar Fíh um starfslok tveggja hjúkrunarforstjóra

28. mars 2006
28. mars 2006Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ályktaði eftirfarandi á fundi sínum nýverið:

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar þær aðstæður, sem leiddu til starfsloka mjög hæfra hjúkrunarforstjóra bæði Hrafnistuheimilanna og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Hjúkrun er þungamiðja þjónustu öldrunarstofnana og sjúkrahúsa og því grundvallaratriði að í stöður hjúkrunarforstjóra veljist vel menntaðir og hæfir hjúkrunarfræðingar. Jafn mikilvægt er að fullt tillit sé tekið til faglegra sjónarmiða hjúkrunarforstjóra við skipulag og rekstur öldrunarstofnana og annarra heilbrigðisstofnana. Sem helstu málsvarar sjúklinga leggja hjúkrunarfræðingar áherslu á gæði þjónustu og öryggi, sem hjúkrunarforstjóri tryggir meðal annars með viðeigandi hjúkrunarmönnun.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera sérstaka þjónustusamninga um rekstur öldrunarstofnana þar sem skýrt verði kveðið á um gæði og magn þjónustu, og þann mannafla sem krafist er til að tryggja viðeigandi þjónustu hverju sinni.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lítur svo á að það hljóti að teljast lágmarkskrafa við kaup á samfélagslegri þjónustu að fyrir liggi hvað í þjónustunni felst.


Ályktanir

Mönnun

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála