Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

22. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005-2007

29. maí 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 29. maí 2006 kl. 13.30

               

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi og Fríða B. Leifsdóttir varamaður.

Dagskrá:

Til afgreiðslu:

 1. Ársreikningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005.

Þórir Ólafsson endurskoðandi kynnti ársreikninginn og fór í gegnum helstu liði og útskýrði og svaraði spurningum stjórnarmanna. Lagt fram endurskoðunarbréf áritað af endurskoðanda.

Stjórnum sjóða verða sendir ársreikningar hvers sjóðs fyrir sig til samþykktar. Lagt til að stjórn undirriti ársreikninga á næsta stjórnarfundi.

 1. Fundargerð síðasta fundar 8. maí 2006.

Elsa sagði frá fundi með forstjóra Reykjalundar en þar kom fram að skipuritið hefur ekki verið samþykkt en verið er að ræða það. Forstjóri Reykjalundar hefur sent formanni Fíh svar við áðurnefndu erindi í tölvupósti.

Rætt var um framhald mannekluskýrslunnar og ákveðið að fela hjúkrunarfræðingi félagsins að senda til hjúkrunarforstjóra sömu fimm spurningarnar og sendar voru 1999.

 1. Fjárhagsáætlun félagssjóðs fyrir 2006-2007.

Ekki enn tilbúin og afgreiðslu frestað. Í því framhaldi var ákveðið að í samræmi við þær breytingar sem hafa verið gerðar á starfsemi skrifstofunnar, skv. ráðleggingum sérfræðinga PricewaterhouseCoopers þá verði fjármálastjóra sagt upp frá 1.júlí n.k. og jafnframt auglýst eftir fjármálastjóra í 60% starf.

 1. Styrkir til fagdeilda.

Vinnuhópur sem ætlar að endurskoða úthlutunarreglur og upphæðir hefur ekki skilað af sér tillögum og enn vantar fjárhagsáætlun til að vinna með. Samþykkt að svara stjórnum fagdeilda um að þær fái a.m.k. sömu upphæð og á fyrra ári

 1. Kaup á skjalastjórnunarkerfi.

Samþykkt. Sumarið verður notað í undirbúning fyir innleiðingu.

   

Til umræðu:

 1. Ráðstöfun vaxta á árlegri inneign Vísindasjóðs.

Lagt til að þeim verði ráðstafað til félagsmanna á sama hátt og reglugerð um

ráðstöfun til vísindasjóða gerir ráð fyrir þ.e. 90% fari í A hluta og 10% til B hluta. Samþykkt.

 1. Starfsreglur fagdeilda Fíh.

Tillögur frá vinnuhópi um nýjar starfsreglur fyrir fagdeildir lagðar fram og staðfestar.

Til kynningar:

 1. Kynning úthlutunar úr B hluta vísindasjóðs 12. maí s.l.

Listi yfir styrkþega lagður fram.

 1. Formaður kynnti kjarasamning Fíh og launanefndar sveitafélaga.

Ekki er búið að greiða atkvæði um hann. Skoða fyrir næsta stjórnarfund.

 1. Launakjör danskra hjúkrunarfræðinga á LSH.

Búið er að boða fund með hjúkrunarfræðingum á LSH um kjaramál þeirra. Fundurinn verður á Grand Hótel 31. maí kl.16:15 og stjórnarmenn hvattir til að mæta.

Stjórnendur LSH hafa ekkert sent Fíh varðandi launakjör dönsku hjúkrunarfræðinganna sem verið er að ráða.

 

 1. Halla kynnti erindi frá ICN  um stöðu geðhúkrunarmála á Íslandi og var því

erindi vísað til Vigdísar alþjóðafulltrúa.

Fundi slitið 16:40

Fundargerð ritaði Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála