Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

25. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005-2007

10. júlí 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 10. júlí 2006 kl. 13:30

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi,  Fríða B. Leifsdóttir varamaður og  Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður

Til afgreiðslu:

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  Samþykkt.
 2. Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir 2006 og 2007
  Lagðar fyrir  breytingar á fjárhagsáætlun Tímarits hjúkrunarfræðinga skv. ósk stjórnar.
  Samþykkt

Til umræðu:

 1. Uppgjör janúar til maí 2006.
  Formaður kynnir uppgjörið. Reiknað er með að hálfsársuppgjör liggi fyrir á næsta fundi þann 14. ágúst.
 2. Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Landlæknisembættið.
  Formaður kynnir málið og leggur til að 1. varaformaður, gjaldkeri og ritari stjórnar vinni sameiginlega umsögn Fíh um frumvarpið.   Ritari samþykkir f.sína hönd að taka þátt í vinnuhópnum.
  Samþykkt

Til kynningar:

 1. Önnur mál.
  1. Einstaklingsmál. Óformleg ósk um flutning máls fyrir hæstarétti.
   Formaður kynnir málið og fer yfir afstöðu Miðstjórnar BHM til þess. 
   Samþykkt að málið verði ekki rekið af Fíh.
  2. 3L EXPO, stórsýning um heilsu og vellíðan sem haldin verður í Egilshöll 7.-11. september n.k. á vegum Vivus ehf.
   Formaður kynnir þátttöku Fíh og starf fræðslunefndar að málinu.  Fræðslunefnd hefur óskað upplýsinga um fjárhagsramma vegna verkefnisins.
   Samþykkt að skoða málið frekar fram að næsta fundi og fá nánari upplýsingar frá formanni fræðslunefndar.
  3. Stjórnarlaun.  Samþykkt að laun fyrir setu í stjórn Fíh hækki um 2,5% frá 1. janúar 2006 og um 3,8% frá 1. maí 2006.

Til umræðu:

 1. Staða fjármálastjóra Fíh.  Ingunn Sigurgeirsdóttir kemur á fundinn kl. 14:30.
  Fjármálastjóri mætir á fundinn og ræðir við stjórn um starf sitt. (fært í trúnaðarbók merkt: liður 6)

Fundi slitið kl. 16.20

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála