Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

27. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005-2007

4. september 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 4. september 2006 kl. 13:30

Mættir: Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður

Til afgreiðslu:

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  Samþykkt.
 2. Endurskoðaðar starfslýsingar hjá Fíh.
  1.varaformaður kynnir breyttar starfslýsingar starfsmanna.
  Starfslýsing hjúkrunarfræðings með áherslu á alþjóðasamskipti
  Samþykkt
  Starfslýsing hjúkrunarfræðings í faglegum málum
  Frestað til vinnufundar stjórnar
  Starfslýsing Fulltrúa I
  Samþykkt
  Starfslýsing Fulltrúa II
  Samþykkt
  Starfslýsing Hagfræðings
  Samþykkt
  Starfslýsing Fjármálastjóra
  Samþykkt

 3. Erindi frá félagsmanni um styrk til fjármögnun spænskrar útgáfu myndarinnar ”You will never walk again”
  Erindinu frestað til vinnufundar.
 4. Erindi frá hjúkrunarfræðinemum – ENSA.
  Erindið samþykkt

Til umræðu:

 1. Þjónusta hjúkrunarfræðinga og afsláttarskírteini TR.
  Umræða um réttindi sjúklinga vegna afsláttarskírteina vegna þjónustu veittri af hjúkrunarfræðingi.
  Samþykkt að Halla Grétarsdóttir kalli til aðra forystuaðila sem sinna sjúklingum sem þetta varðar og vinni í þeim hópi að athugasemdum til Heilbrigðisráðherra.
 2. Könnun á vinnustaðaofbeldi gagnvart hjúkrunarfræðingum.
  Aðalbjörg Finnbogadóttir kemur á fundinn. Hún kynnir könnun um vinnustaðaofbeldi og aðdraganda hennar.  Ritari kynnir möguleika á vefkönnunum og þau gögn sem fást úr þeim.   Sitjandi formaður kynnir hugmyndir um frekari kannanir m.a. könnun um trúnaðarmannakerfi Fíh.
  Samþykkt að þetta starf haldi áfram
 3. Hjúkrunarráðstefna 2007 og Hjúkrunarþing 2006.
  Aðalbjörg fer yfir málefni hjúkrunarráðstefnu Fíh og hver staða hennar sé nú, hvenær rétt er að halda ráðstefnu næst og á hvaða formi.
  Samþykkt að ráðstefnan verði haldin næsta haust og að gengið verði til samninga við HÍ og HA um samstarf.
  Aðalbjörg kynnir þá vinnu sem er í gangi vegna Hjúkrunarþings 2006.
  Stjórn lýsir ánægju með það starf sem hefur verið unnið við undirbúning þingsins.
 4. Námskeið um greiningu ársreikninga.
  Umræða um slík námskeið. Allir stjórnarmenn sammála um að námskeiðið sé nauðsynlegt.
  Samþykkt að leita eftir aðila sem geti haldið slíkt námskeið fyrir stjórn og formenn þeirra nefnda sem ráðstöfun fjármuna með höndum.

Til kynningar:

 1. Staða fjármálastjóra hjá Fíh.
  Halla fer yfir feril málsins og stöðu þess varðandi ráðningu nýs fjármálastjóra.  Umsóknarfrestur rennur út 6. september 2006.  Hagvangur sem sér um umsóknir og úrvinnslu þeirra mun skila skrá yfir efnilega umsækjendur fljótlega eftir að umsóknarfresti lýkur.

 2. Önnur mál.
  1. Erindi frá félagsmanni vegna mæðraverndar
   Erindið kynnt og lagt fyrir stjórnarmenn til frekari skoðunar
  2. Minningasjóðir
   Ekki er séð fram á að sjóðirnir geti úthlutað styrkjum á þessu ári. Stjórn þarf að skoða frekar umhverfi sjóðanna.
  3. Efni varðandi vef félagsins
   Gera þarf leiðbeinandi reglur um kynningar á vefsvæði félagsins. Ritari tekur að sér að sinna þessu verkefni.
  4. Mannekla í hjúkrun
   Halla kynnir efnið og stöðu þess varðandi fjármögnun fjölgun nemaplássa í HA og HÍ
  5. Vinnufundur stjórnar
   Farið yfir skipulag og fundartíma. Samþykkt að fundurinn verði haldinn í húsnæði félagsins.
  6. SSN-fundur í Noregi
   Eygló kynnir helstu atriði fundarins en skýrsla um fundinn og frekari vinna úr efni hans er framundan.

Fundi slitið kl 18.15
Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála