Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

28. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005-2007

18. september 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 18. september 2006 kl. 9.10

 

Mættir: Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður

Til afgreiðslu:

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  Samþykkt.
 2. Endurskoðaðar starfslýsingar hjá Fíh.
  Starfslýsing hjúkrunarfræðings í faglegum málum hjá Fíh
  Samþykkt með breytingum við lið um ábyrgðarsvið í fjarveru formanns.
 3. Erindi frá félagsmanni um styrk.
  Samþykkt.
 4. Þjónusta hjúkrunarfræðinga og afsláttarskírteini TR.
  Samþykkt að 1. varaformaður sendi ráðherra bréf um málið og óski eftir fundi til að fara yfir það.
 5. Erindi frá félagsmanni um mæðravernd.
  1. varaformaður mun svara erindi félagsmanns.

Til umræðu:

 1. Erlent samstarf – SSN.
  Vigdís Hallgrímsdóttir kemur á fundinn og fer yfir minnisblað um Alþjóðlegt samstarf.
 2. Skipan fulltrúa í stjórn starfsmenntunarsjóðs Fíh.
  Stjórnarmenn munu koma með hugmyndir að nýjum fulltrúa í stjórn sjóðsins.

Til kynningar:

 1. Staða fjármálastjóra hjá Fíh.
  1. varaformaður fer yfir stöðu varðandi umsóknarferlið og kynnir niðurstöðu þess.

 1. Önnur mál.

-     Kynning á reglum um háttvísa notkun á tölvukerfi Fíh
Athugasemdir stjórnarmanna þurfa að berast fyrir lok vikunnar svo taka megi reglurnar til afgreiðslu á næstafundi stjórnar þann 2. október.

Fundi slitið kl 11.45

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stórnar.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála