Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

30. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005 - 2007

30. október 2006


Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 30.október 2006 kl. 13.30

Mættir:Halla Grétarsdóttir starfandi formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi , Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður

 

Til afgreiðslu:

 

1.                     Fundargerð síðasta fundar.  Samþykkt.

2.                     Erindi um sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga.

Hrund Helgadóttir meðstjórnandi kynnti málið. En sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar vilja að Fíh taki ákveðna afstöðu í málefnum þessa hóps.

Nú eru 18 stöðugildi eftir, en 8 stöður Heimahlynningar sameinuðust Líknardeild LSH.

Gæðamat vantar frá Fíh, TR og Heilbrigðisráðuneytinu. Lagt var til að stjórn Fíh færi fram á það yrði gert.

Fram kom að á samningafundi við TR hefði komið fram kynjabundið áreiti sem er alvarlegt mál. Eygló leggur til að þetta mál verði sent til jafnréttisnefndar BHM. Einnig er rétt að vekja athygli á þessu máli og koma skilaboðum á framfæri strax um að þetta sé óviðeigandi samningatækni. Þá væri rétt að skoða þetta í víðara samhengi og fá ráðleggingar frá jafnréttisstofu.

Ein leið væri að óska eftir að á samningafundum verði haldnar fundargerðir/bókanir.

3.                     Ályktun um fjölgun nemenda í hjúkrunarfræði.

Samþykkt.

4.                     Erindi frá Tryggingastofnun ríkisins vegna fulltrúa í rýnihóp.

Halla mun tilnefna fulltrúa í hópinn.

5.                     Erindi frá Ástu St. Thoroddsen.

Samþykkt að veita stuðning Fíh einsog efni standa til að halda fund ACENDIO í  febrúar á næsta ári í húsnæði Fíh. Halla starfandi formaður mun hafa samband við Ástu.

Ingibjörg Sigmundsdóttir sagði stuttlega frá ráðstefnu SSN um skráningar sem hún sótti 11.13.október s.l. og var mjög fróðlegur. Í því framhaldi var samþykkt að að vísa til fagdeildar um upplýsingatækni að vinna að stefnu félagsins í skráningarmálum og etv undirbúa málþing um það.

Til umræðu:

6.                     Starfsmannamál Fíh.

Áframhaldandi umræða verður á næsta fundi

7.                     Reglur um ferðir á vegum Fíh.

Halla starfandi formaður lagði til að þessar reglur yrðu endurskoðaðar.

8.                     Félagsráðsfundur.

Fundargerð var lögð fram og samþykkt að hver hópstjóri sendi til allra þáttakanda til að fá athugasemdir áður en fundargerð verður birt á netinu.

9.                     Starf og hlutverk kjaranefndar.

Fríða sagði frá því að kjaranefnd óskaði eftir að fá fram hvaða kröfur stjórn gerði til þeirra. Kjaranefnd hefur verið óörugg eftir síðustu samninga sem voru í samfloti með BHM.  Fram kom að stjórn lítur á kjaranefnd sem bakland fyrir stjórn og hagfræðing og að hún sé vel að sér í öllum kjarasamningum sem gerðir eru á vegum Fíh.

Nauðsynlegt er að virkja nefndina og fela fleiri verkefni t.d. fylgjast með og skoða hina fjölmörgu Stofnanasamninga sem gerðir hafa verið.

10.                 Kjarasamningur við Reykjavíkurborg- Helga Birna hagfræðingur kemur á fundinn.

Frestað en samþykkt að biðja Helgu Birnu að senda stjórn og kjaranefnd kjarasamning Reykjavíkurborgar.

Til kynningar:

11.                 Erindi frá ritnefnd.

Málið kynnt og verður tekið til umræðu með ritstjóra og formanni ritnefndar á næsta fundi.

12.                 Könnun fjármálaráðuneytis á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna.

Kynnt.

13.                 Önnur mál:

-         Halla starfandi formaður kynnti 4 einstaklingsmál sem verða skráð í trúnaðarbók.

Fundi slitið kl.16:40

Fundargerð ritaði Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi


Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála