Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

33. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005-2007

11. desember2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 11. desember 2006 kl.13.30

Mættir: Halla Grétarsdóttir Starfandi formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi og Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður

Til afgreiðslu:

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  Samþykkt
 2. Skipan fulltrúa Fíh í B- hluta vísindasjóðs.
  Samþykkt að Halla Grétarsdóttir taki sæti Aðalbjargar Finnbogadóttur
 3. Greiðslur til orlofsnefndar.
  Erindi orlofsnefndar um greiðslu til formanns nefndarinnar fyrir vinnuframlag vegna nýrra orlofsbústaða kynnt af starfandi formanni.
  Erindið samþykkt en stjórn áréttar að fjárútlát sjóða og nefnda félagsins skuli vera samkvæmt áður samþykktum fjárhagsáætlunum.

Til umræðu:

 1. Gæðaskjal – umsagnir um lög.
  Samþykkt
 2. Gæðaskjal – greiðslur til nefnda.
  Skjalið og efni þess verður tekið til frekari skoðunar á vinnufundi stjórnar í febrúar 2007
 3. Laun hjúkrunarfræðinga á almenna markaðinum.
  Starfandi formaður leggur til við stjórn að kannaður verði kostnaður og framkvæmd á kjarakönnun sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga.
  Samþykkt að fara í þessa forkönnun.
 4. Kort Fíh.
  Umræða um póstkort Fíh, sem bera myndir af brúðum íklæddum búningum hjúkrunarfræðinga. 
  Samþykkt að gefa út a.m.k. 2 tegundir kortanna á ný.


 5. Könnun á fjölda hj.fr. í starfi ári eftir útskrift.
  Fyrir liggur að upplýsingar um hjúkrunarfræðinga í starfi er hægt að vinna að mestu úr fyrirliggjandi gögnum félagsins.
  Samþykkt að vinna þessar upplýsingar.

Til kynningar:

 1. Mál fyrrverandi fjármálastjóra Fíh.
  Halla gerir grein fyrir stöðu málsins og kynnir jafnframt að litið sé svo á að málinu sé lokið af hálfu Fíh.
 2. Erindi frá Deild hjúkrunarstjórnenda.
  Samþykkt að fela starfandi formanni og fjármálastjóra frekari úrvinnslu erindisins.
 3. Önnur mál.

-         Handleiðsla fyrir hjúkrunarfræðinga
Starfandi formaður mun vinna efnið frekar og hafa samband við viðeigandi aðila til að kanna þörf og framboð.

-         Rannsókn á LSH
Erindinu vísað til vinnuverndarnefndar Fíh og henni ætlað að mæla með fulltrúa við stjórn Fíh.

-         Fjölmiðlaumræða sl. viku
Halla Grétarsdóttir kynnir erindi frá Árúnu K. Sigurðardóttur, brautarstjóra í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.  Halla víkur af fundi í samræmi við starfsreglur stjórnar um fundarsetu og hæfi stjórnarmanna.
Stjórn fer yfir erindið og felur ritara að gera drög að svari.  Stjórn samþykkir að í svarinu skuli felast eindreginn stuðningur við störf starfandi formanns Fíh.

-         Stofnun kórs hjúkrunarfræðinga
Frestað til næsta fundar

Fundi slitið kl. 16.17

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála