Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun stjórnar Fíh um fjölgun hjúkrunarfræðinema

8. janúar 2007
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ályktaði eftirfarandi á fundi sínum þann 8. janúar 2007:

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að gera hjúkrunarfræðideildum Háskólans á Akureyri (HA) og Háskóla Íslands (HÍ) kleift að fjölga þeim hjúkrunarfræðinemum sem fá að halda áfram námi eftir samkeppnispróf á 1. námsári. Hjúkrunarfræðinemum á 1. ári í HA mun fjölga um 10, úr í 38 í 48, og í HÍ um 25, þ.e. úr 85 í 110 nemendur. Stjórn Fíh hefur ítrekað áréttað mikilvægi þess að fjölga þeim hjúkrunarfræðingum sem brautskrást ár hvert hér á landi, ekki hvað síst í ljósi niðurstaðna erlendra rannsókna sem sýna óyggjandi tengsl minni fjölda hjúkrunarfræðinga á hverri vakt á heilbrigðisstofnunum, og gæði þjónustunnar og öryggis þeirra sjúklinga sem þar dvelja. Umrædd fjölgun hjúkrunarfræðinema er því sérstakt fagnaðarefni og mikilvægt skref til að bæta heilbrigðisþjónustu hér á landi.

Ályktanir

Menntun

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála