Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Mannekla í hjúkrun

9. mars 2007

Útdráttur

Hjúkrunarfræðingar á vinnualdri á Íslandi eru alls 3102. Af þeim starfa 2689 á íslenskum stofnunum samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Könnun þessi nær yfir þá hjúkrunarfræðinga. Alls vantar 582 hjúkrunarfræðinga til að leysa úr skorti á hjúkrunarfræðingum til starfa í 445 stöðugildi á íslenskum stofnunum. Hjúkrunarforstjórar meta þörf fyrir árlega fjölgun stöðugilda stéttarinnar vera 2,2%

Fjölgun námsplássa í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri í samtals 153 nægir ekki til að mæta þessum vexti. Að teknu tilliti til þeirra er fara á lífeyri, atvinnuþátttöku og meðalstarfshlutfalls hjúkrunarfræðinga mun árleg nýliðun í stéttinni einungis nema 40 stöðugildum að jafnaði. Áætluð árleg þörf fyrir vöxt stéttarinnar er hins vegar metin 47,6 stöðugildi. Fyrirsjáanlegt er að skortur á hjúkrunarfræðingum mun aukast fram til ársins 2015 um 12,8 stöðugildi árlega. Það ár mun að óbreyttu vanta 749 hjúkrunarfræðinga til starfa í alls 543 stöðugildi. 

Skýrslan í heild sinni: Mannekla í hjúkrun

Heilbrigðiskerfið

Kjaramál

Mönnun

Skýrslur

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála