Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

41. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005 - 2007

3. maí 2007

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 3. maí  2007 kl. 12:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritar, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður.

Til afgreiðslu:

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  Samþykkt
 2. Tillaga til fulltrúaþings um breytta aðild FÍH að BHM.
  Halla gerir grein fyrir tillögunni og þeirri vinnu og umræðu sem hefur farið fram við undirbúning hennar.  Umræða um tillöguna.  Tillagan samþykkt.
 3. Tillögur til fulltrúaþings um ályktanir.
  Tillaga að ályktun um hjúkrunarrými og mönnun. Samþykkt
  Tillaga að ályktun um eflingu þjónustu við aldraða í sjálfstæðri búsetu. Samþykkt
  Tillaga að ályktun um hækkun launa hjúkrunarfræðinga. Samþykkt

 4. Greinargerð með tillögu til fulltrúaþings um tilnefningu heiðursfélaga.
  Formaður gerir grein fyrir tillögunni. Samþykkt
 5. Starf alþjóðafulltrúa.
  Samþykkt að auglýsa stöðuna til eins árs og fá Vigdísi Hallgrímsdóttur til að fara yfir starfslýsinguna og verkefnastöðu áður en auglýsing verður birt.
 6. Ósk um fulltrúa FÍH í undirbúningsnefnd vegna International Family Nursing Conference 2009.
  Formaður fer yfir málið.  Umræða um hvert hlutverk Fíh yrði ef erindið verður samþykkt. 
 7. Önnur mál.

-         Umræða um áhrif tillögu ritnefndar verði hún samþykkt

-         Punktar um fulltrúaþing og verkaskiptingu

Fundi slitið kl.14:00

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson ritar.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála