Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun aðalfundar Fíh um rekstrarform LSH

22. maí 2008


Væntanlegar eru breytingar á rekstrarformi Landspítala. Hjúkrunarfræðingar lýsa yfir fullum vilja til þátttöku og samráðs í því breytingaferli en vara jafnframt við því að of hratt sé farið í breytingar á rekstrarformi LSH eða einstakra sviða þess. Miklar breytingar hafa þegar komið til framkvæmda tengdar sameiningum deilda og sérsviða, og því vandasamt út frá sjónarmiði mannauðsstjórnunar að innleiða viðamiklar breytingar með miklum hraði.
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur undir það sjónarmið að nauðsynlegt sé að skilgreina kjarnastarfsemi spítalans en leggur jafnframt áherslu á að jafnt aðgengi landsmanna óháð efnahag þeirra verði tryggt, gæði þjónustunnar verði tryggð og hvetur til að þess verði sérstaklega gætt að réttindi hjúkrunarfræðinga skerðist ekki.

Ályktanir

Landspítali

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála