Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun aðalfundar um kjarasamninga 2008

22. maí 2008

Ályktun á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 22. maí 2008 um kjaramál hjúkrunarfræðinga

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fagnar því að nú sé að þokast í samningsátt við gerð nýs kjarasamnings við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.

Aðalfundur lýsir yfir trausti og fullum stuðningi við samninganefnd Fíh enda liggur gríðarleg undirbúningsvinna að baki gerð nýs kjarasamnings. Gerð kjarakönnunar og fjölmargir fundir með félagsmönnum eru nú að skila sér við samningsborðið.

Eins fagnar aðalfundur því frumkvæði Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) að gera tímabundið samkomulag við Fíh um hækkun launa til félagsmanna um 3% á meðan unnið er að gerð nýs kjarasamnings. Þetta sýnir framsækna og jákvæða starfsmannastefnu þessara samtaka.

Ályktanir

Kjaramál

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála