Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun trúnaðarmanna um kjaramál 2008

29. maí 2008

Á fundi trúnaðarmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldinn var 29. maí 2008 var samþykkt eftirfarandi ályktun.

Trúnaðarmenn lýsa yfir fullu trausti og stuðningi við samninganefnd Fíh og ítreka að samningsumboð Fíh verði ekki framselt til annarra né frá því tekið.
Trúnaðarmenn Fíh harma þá stöðu sem upp er komin í samningaviðræðum félagsins við ríkið. Þeir krefjast þess að ríkisstjórnin standi við yfirlýsingar sínar varðandi leiðréttingu launa kvennastétta og hafna tilboði um skerðingu kaupmáttar og gjaldfellingu á menntun hjúkrunarfræðinga.
Trúnaðarmenn Fíh fara þess jafnframt á leit við stjórn félagsins að nú þegar verði hafinn formlegur undirbúningur að yfirvinnustöðvun og tímabundnum vinnustöðvunum.

Ályktanir

Kjaramál

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála