Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

21. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 -2009

23. júní 2008
 

23. júní 2008 kl. 13:30

Fundinn sátu: 

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður,  Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varaformaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Stefanía B. Arnardóttir, varamaður, Gyða Ölvisdóttir, varamaður.

Til afgreiðslu:

 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
 2. Styrkir til svæðisdeilda.  Tillögur vegna styrkja til svæðisdeilda samþykktar með breytingum á tillagi til Vestmannaeyjadeildar úr 425.000 kr í 350.000 kr.  Vestmannaeyjadeildin hafði farið fram á 200.000 kr styrk vegna standsetningar á samkomuhúsi sínu sem var hafnað.  Stjórn telur ekki hlutverk Fíh að standa að standsetningu og uppgjöri á húsnæði í eigu annarra.  Sambærilegum erindum annarra svæðisdeilda hefur áður verið hafnað.
 3. Stofnun íðorðanefndar ad hoc.  Samþykkt að stofna tímabundna starfsnefnd eftir tillögu stjórnar sem lögð var fram á fundi stjórnar Fíh 28. janúar 2008.  Nefndin vinni með ritstjórn Tímarits hjúkrunarfræðinga og horft verið til mikilvægi slíkrar nefndar innan félagsins. 

Til umræðu:

 1. Ráðningar 3. og 4. árs læknanema í hjúkrunarstörf á LSH.  Fíh hefur fundað með framkvæmdastjóra hjúkrunar og sviðstjóra hjúkrunar á lyflæknissviði I á LSH vegna framlagðrar starfslýsingar læknanemanna.  Nú vinna læknanemar eftir „starfstilhögun“ sem aðstoðarmenn hjúkrunarfræðinga.  Stjórn Fíh mun áfram fylgjast með málinu.
 2. Stefnumótun BHM – lagt fram til kynningar drög að uppsetningu á starfsemi BHM.  Fíh lagði áherslu á að eiga fulltrúa í kjara- og réttindamála hlutanum. 
 3. Kjarasamningar – niðurstaða atkvæðagreiðslu um yfirvinnubann – næstu skref.

Samninganefnd Fíh kom á fund stjórnar kl. 14:30.  Rut Gunnarsdóttir ritari samninganefndar ritaði þá fundargerð.

Til kynningar:

 1. Önnur mál:
  1. Fram kom hugmynd um að leggja jólakortastyrkinn í ár til söfnunarinnar „Á allra vörum“.  Ákveðið að gefa andvirði meðallauna hjúkrunarfræðings eftir 20 ára starf og tengja umræðuna um aukna hættu á brjóstakrabbameini vegna óreglulegs vinnutíma/næturvakta hjúkrunarfræðinga.
  2. Húsnæðismál – Lýsing er að fara úr húsnæðinu á Suðurlandsbraut.  Fyrirspurnir hafa borist um áhuga félagsins að selja hæðina á Suðurlandsbrautinni.  Samþykkt að hafa málið opið til umræðu af hálfu stjórnar.

Fundi slitið kl. 15:40

Fríða Björg Leifsdóttir

Ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála