Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um frumvarp til laga

22. júlí 2008

Reykjavík 22. júlí 2008

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

Efni:     Umsögn um frumvarp til laga um sjúkraskrár, 635. mál, heildarlög.

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar fyrir að fá tækifæri til að veita umsögn um ofangreint frumvarp.  Stjórnin fagnar þessari setningu heildarlaga um sjúkraskrár.

Stjórn Fíh vekur þó athygli á því að í 6.gr. frumvarpsins er ekki tilgreint að skrá skuli nafn nánasta aðstandenda og leggur hér með til að því verði bætt við greinina, enda mikilvægt að fyrir liggi hvern skjólstæðingur velur sem tengilið fyrir sína hönd.

Stjórn Fíh gerir einnig athugasemd við það að hjúkrunarfræðingur hafi ekki verið skipaður í nefnd þá er samdi frumvarpið.

Virðingarfyllst,

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Umsagnir

Öryggi og gæði

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála