Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

26. Fundur stjórnar starfstímabilið 2007- 2009

29. september 2008
26. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
starfstímabilið 2007 – 2009

29. september 2008 kl. 13:30

Fundinn sátu: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varaformaður og Gyða Ölvisdóttir, varamaður.

Til afgreiðslu:

1. Fundargerð síðasta fundar. Bæting við 10. lið Work Force Forum hefur sóst eftir því að halda fund á Íslandi 2009 og hefur það verið samþykkt. Skoðast að öðru leyti samþykkt.

2. Stofnfé í rannsóknarsjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Stofnfé sjóðsins er komið yfir það lágmark sem stjórn Fíh setti sem skilyrði til þess að Fíh myndi veita fé í sjóðinn. Athugasemd gerð við úthlutunarreglur sjóðsins í þá veru að öllum hjúkrunarfræðingum í doktorsnámi sé gert kleift að sækja styrk í sjóðinn. Ástæður fyrir þröngum úthlutunarreglum snýr að vistun sjóðsins hjá Háskóla Íslands og því lúta úthlutunarreglur að reglum HÍ. Athygli hefur verið vakin á málinu hjá stjórn sjóðsins.

Bókun stjórnar: Lýsir ánægju yfir því að sjóðurinn hefur náð þeirri stærð sem raun ber vitni. Stjórn bókar einnig athugasemdir við úthlutunarreglur sjóðsins og leggur áherslu á aðgengi allra hjúkrunarfræðinga að styrkjum úr sjóðnum.

3. Erindi vegna þjóðarátaks gegn einelti. Fjallað um erindið á fundinum. Formaður sendi fyrirspurn til baka og óski eftir frekari upplýsingum um nánari skilgreiningum á hugsanlegri aðkomu Fíh. Rætt um möguleika á þátttöku fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga og fagdeildar skólahjúkrunarfræðinga.

Til umræðu:

4. Greinargerð frá starfshópi landlæknisembættisins vegna sjúkraliða. Drög að athugasemdum Fíh rædd og samþykkt.

5. Tillaga nefndar BHM um endurhæfingarsjóð.
Málið rætt á miðstjórnarfundi í sept. þar sem samþykkt var að farið verið fram á formlega aðild að undirbúningi sjóðsins.

6. Staða innleiðingar skjalastjórnunarkerfisins Focal. Meira en ár frá því kerfið átti að vera komið í gagnið. Lítið hefur staðist í samningum við söluaðila. Ný útgáfa af Dk kerfinu er væntanleg en það kerfi fer illa saman við skjalastjórnunarkerfi Fócal. Rætt um möguleika á að hætta samstarfi við Focal. Stjórnarmenn samþykkir þeirri tillögu.

7. Áætlanir stjórnar orlofssjóðs. Fulltrúar sjóðsstjórnar komu á fund kl. 14:30.
Rætt um að halda húsunum áfram og leggja metnað í gott viðhald þeirra, ásamt því að takast á við mögulegar breytingar. Mjög góð nýting á húsunum yfir sumartíma og vetrartíma. Hugmyndir um að taka út orlofsstyrkina og auka hótelmiða sem hafa verið mjög mikið notaðir. Koma upp svokölluðum “ferðaávísunum” eins og mörg önnur félög hafa tekið upp. Hægt er að koma þessum leiðum inn í Hannibal kerfið.
Óánægja hefur verið að koma uppi með íbúðina á Akureyri, sem er staðsett í húsi þar sem eingöngu eru orlofsíbúðir. Rætt um umgengni félagsmanna um eignir félagsins sem mætti í mörgum tilfellum vera betri þegar horft er til þrifa. Einnig rætt um vinnuálag á nefndarmenn og fjölskyldumeðlimi þeirra varðandi viðhald og eftirlit með eignum Orlofssjóðsins. Nefndin skilgreini vinnuferla og vinnuaðferðir til að sjá hversu mikil vinna fer í hverja og eina eign.

Bókun stjórnar: Þakklæti stjórnar til nefndarmanna í orlofsnefnd fyrir óeigingjörn störf í þágu orlofsmála hjúkrunarfræðinga.

Til kynningar

8. Undirbúningur afmælishátíðar Fíh. Halla gerði grein fyrir því að komnar væru fjölmargar hugmyndir að atburðum á næsta ári í tilefni 90 ára afmæli félagsins. Þrír megin atburðir eru í vinnslu fyrir afmælisárið 15. janúar (sameiningadagur félaganna tveggja), 12. maí (alþjóðlegi dagur hjúkrunar) og 18. nóvember sem telst stofndagur félagsins.

9. Svar heilbrigðisráðuneytis við fyrirspurn um samning SHBR og SLÍ um þjónustu heimilislækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva.
Samþykkt að leita álits Umboðsmanns Alþingis.

10. Önnur mál
a. Leiga á geymslu – Fíh hefur fengið möguleika á því að leigja geymslu í húsnæði á Suðurlandsbraut. Mikið af gögnum félagsins liggur í geymslu í bílskúr úti í bæ og mikilvægt að koma þessum gögnum á betri stað.
b. Þjónustukönnun – sett verði vinna af stað í að athuga hvaða hluta þjónustukönnunar frá 2005 verða endurteknir og hvenær best væri að endurtaka þessa könnun.


Fundi slitið kl. 15:50
Fundarritari Fríða Björg Leifsdóttir

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála