Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun stjórnar Fíh um flutning heimahjúkrunar frá ríki til Reykjavíkurborgar

21. október 2008


Reykjavík 21. október 2008


Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna viljayfirlýsingar heilbrigðisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá 8. október sl., um þriggja ára þjónustusamning um sameiginlega stjórnun heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu Reykjavíkurborgar:


Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fagnar þeim markmiðum yfirlýsingarinnar að auka og samþætta þjónustu við skjólstæðinga í heimahúsum.  Grundvöllur þess að aldraðir og sjúkir geti dvalið sem lengst á eigin heimili er að fagleg og viðeigandi þjónusta standi þeim ávallt til boða heima fyrir.  Fíh fagnar þeirri hugmyndafræði að samþætta þjónustuna þannig að hún nýtist sem best hverjum einstaklingi.  Þá er það einnig fagnaðarefni að Reykjavíkurborg hyggist leggja aukið fé til þessarar þjónustu.


Stjórn Fíh leggur áherslu á að við þessar breytingar verði þess sérstaklega gætt að hugmyndafræði hjúkrunar verði leiðarljós þjónustunnar og henni stýrt af hjúkrunarfræðingum, enda heimahjúkrun grundvöllur starfsins.  Samkvæmt þeim upplýsingum sem félagið hefur fengið er gert ráð fyrir að hjúkrunarfræðingar heimahjúkrunar starfi áfram við hjúkrunina þó stjórnun þjónustunnar færist undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.  Það telur stjórn Fíh afar mikilvægt til að tryggja samfellu þjónustunnar við hvern einstakling og til að lágmarka það álag sem slíkar breytingar geta haft í för með sér fyrir skjólstæðingum þjónustunnar.  Stjórn Fíh leggur einnig áherslu á að áunninna réttinda hjúkrunarfræðinga verði sérstaklega gætt við umræddar breytingar.  Fíh er fúst til samstarfs um þær breytingar sem framundan eru.


F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
s. 540-6400 og 861-2892
Ályktanir

Heimahjúkrun

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála