Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

29. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

17. nóvember 2008

17. nóvember 2008 kl 13:30
Fundinn sátu:
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varamaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Gyða Ölvisdóttir, varamaður, Stefanía B. Arnardóttir, varamaður, Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi á símafundi.
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar. Samþykkt án athugasemda.
2. Tillögur um átak vegna ritrýndra greina í Tímarit hjúkrunarfræðinga. Formaður leggur fram minnisblað í tveimur liðum um aðgerðir í málinu. Tímabundin ráðning ritstjórnarfulltrúa í verkefnavinnu vegna ritrýndra greina samþykkt samhljóða. Samþykkt að leggja til að gefið verið út sjötta tölublað tímarits hjúkrunarfræðinga árið 2009 (ca í mars) þar sem birtast 8 ritrýndar greinar. Leitað verður til stjórnar Vísindasjóðs um að sjóðurinn kosti útgáfuna.
3. Erindi fyrstu stjórnar Fhh um fjárstyrk. Samþykkt að hafna þessari styrkbeiðni. Formaður sendir svar við erindinu.
4. Ályktun til stuðnings samþykktar deildarfundar hjúkrunarfræðideildar HÍ. Stjórn fagnar og styður samþykkt deildarfundar hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands frá 21. október um að hefja námsleið til BS prófs í hjúkrunarfræði, fyrir fólk með annað háskólapróf, í janúar 2009.
Til umræðu:
5. Fjármál í ljósi endurgreiðslu peningamarkaðssjóða SPRON. Fjármál og staða sjóða verða tekin fyrir á næsta stjórnarfundi 8. desember 2008.
6. Söguritunin – verkefnið komið þó nokkuð á eftir samþykktri vinnuáætlun. Höfundur telur sig geta lokið verkefninu undir lok júní 2009, án framlengingar á samningi. Stjórn ekki sátt við þau vinnubrögð og drátt á lokum verkefnisins í andstöðu við framlengda samninga. Erindi verður sent söguritunarnefnd vegna málsins frá stjórn Fíh.
7. Aðkoma Fíh að „kreppunni“. Rætt um hugmyndir um hvernig og hvort Fíh ætti að koma að ástandinu í samfélaginu í dag. Málefnið verður rætt á næsta fundi stjórnar Fíh.
Til kynningar:
8. Önnur mál
a. Erindi frá orlofsnefnd rætt. Formaður staðfestir við orlofsnefndina hugmyndir fyrir næsta ár. Einnig samþykkt að umsjónarmaður eigna í Reykjavík hljóti jafn háa greiðslu og aðrir fyrir umsjón með íbúðum félagsins.
b. Styrkumsókn til fræðslusjóðs BHM vegna kjaramála. Fíh sótti um styrk í sjóð BHM vegna kostnaðar í tengslum við kjaramál. Styrkumsókninni hefur nú verið hafnað af stjórn BHM. Stjórn Fíh lýsti yfir óánægju með höfnunina og orðalag svarbréfsins. Formaður mun senda stjórn BHM bréf þar sem þessari óánægju verður komið á framfæri.


Fundi slitið kl. 15:30

Fríða Björg Leifsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála