Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um frumvarp til laga

25. nóvember 2008

Reykjavík 25. nóvember 2008

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um félagslega aðstoð, 51. mál, rýmri ákvæði um umönnunargreiðslur.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar beiðni um umsögn um frumvarp til laga um félagslega aðstoð, 51. mál, rýmri ákvæði um umönnunargreiðslur.  Vísað er til fyrri umsagnar félagsins um sama efni (50. mál) frá 14. desember 2007.

Til viðbótar fyrri umsögn vill Fíh benda á, eftir ráðgjöf frá fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga innan félagsins, að þó greiðslur til aðstandenda vegna umönnunar veikra aldraðra séu afar jákvæðar geta þær þó hugsanlega haft neikvæðar hliðar einnig, við ákveðnar aðstæður.  Annars vegar getur það gerst að aldraðir fái ekki viðeigandi þjónustu, þar sem aðstandandi verður háður greiðslunum en er þó ekki í stakk búinn til þess að veita hinum aldraða viðeigandi þjónustu.  Hins vegar getur það einnig gerst að aðstandendur sem hvorki vilja né treysta sér til verði bundnir við umönnun síns aldraða ættingja eða maka.  Því leggur Fíh áherslu á mikilvægi þess að hagsmunir aldraðra sem og aðstandenda þeirra verði tryggðir með einhverjum hætti.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar þeim úrbótum sem lagðar eru til í frumvarpinu og hvetur til samþykktar þess.

Virðingarfyllst,

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

             

Umsagnir

Heilbrigðiskerfið

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála