Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun stjórnar Fíh um niðurskurð á fjárveitingum til heilbrigðisstofnana

9. desember2008

Reykjavík 9. desember 2008


Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda:
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórnvöld til að standa sérstakan vörð um og vernda núverandi heilbrigðiskerfi við þær samfélagsaðstæður sem þjóðin tekst á við um þessar mundir. Ljóst er að fjöldi landsmanna mun verða fyrir atvinnumissi og verulegu fjárhagstjóni. Slíkt hefur áhrif á heilsu fólks. Stjórn Fíh leggur því áherslu á að framlög til heilbrigðismála verði ekki skert, til að áfram verði hægt að mæta núverandi þörf landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu ásamt þeirri auknu þörf sem líklega skapast.
Stjórn Fíh varar jafnframt við því að kröfur um faglega þjónustu sérhæfðra  heilbrigðisstarfsmanna og öryggi sjúklinga verði skertar.  Slíkt leiðir aðeins til aukinna vandamála einstaklinganna og meiri kostnaðar þegar upp er staðið.  Stjórn Fíh minnir á að heilbrigðiskerfið hefur á að skipa miklum mannauði vel menntaðra hjúkrunarfræðinga sem að sjálfsögðu lýsa sig reiðubúna til virkrar þátttöku í því að tryggja áframhaldandi heilbrigði og velferð landsmanna, nú þegar mest á reynir.


F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
s. 540-6400 og 861-2892
Heilbrigðiskerfið

Ályktanir

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála