Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun stjórnar Fíh um niðurskurð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

30. janúar 2009
Reykjavík 30. janúar 2009Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga:


Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga varar við afleiðingum þeirra sparnaðaraðgerða sem boðaðar hafa verið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Öflugt starf hefur byggst upp á þremur heilsuverndarsviðum en það eru miðstöð heilsuverndar barna, miðstöð mæðraverndar og miðstöð tannverndar. Sérþekking heilbrigðisstarfsmanna á snemmgreiningu og meðferðum hefur lagt grunn að heilbrigði barna og fjölskyldna í landinu og er sú þekking til að mynda einn af lykilþáttum þess að draga úr heilsupillandi áhrifum þeirra aðstæðna sem íslenskt samfélag býr við í dag. Hætta er á að boðaður niðurskurður muni draga úr gæðum forvarnarstarfs heilsugæslunnar sem mun auka  kostnað á öðrum sviðum heilbrigðiskerfisins þegar fram líða stundir.


F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Ályktanir

Heilsugæsla

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála