Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um frumvarp til laga

2. febrúar 2009

Reykjavík 2. febrúar 2009

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

Efni:     Umsögn um frumvarp til laga um tóbaksvarnir, 162. mál, EES-reglur, varúðarmerkingar og auglýsingar.

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar fyrir að fá tækifæri til að veita umsögn um ofangreint frumvarp.

Í frumvarpinu er kveðið á um heimild til notkunar á myndum til að vara við skaðsemi reykinga á tóbaksumbúðum. Í alþjóðasáttmála Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um forvarnir fyrir almenning, Framework Convention on Tobacco Control (FCTC) sem Íslendingar hafa undirritað, er hvatt til notkunar á varúðarmerkingum á tóbaksumbúðir.  Í ár mun WHO fylgja þessu frekar eftir með áherslum á alþjóðlega reykleysisdeginum þann 31. maí 2009 undir yfirskriftinni „Tobacco Health Warnings", sjá nánar á slóðinni: http://www.who.int/tobacco/communications/events/wntd/2009/en/index.html

Stjórn Fíh fagnar því þessari breytingu og hvetur til notkunar litmynda til viðbótar við þær varúðarmerkingar sem nú þegar eru til staðar. Það er vel stutt rannsóknum að viðvaranir í formi mynda séu áhrifaríkari til að vekja fólk frekar til umhugsunar um heilsutengda áhættuhegðun en eingöngu texti. 

Virðingarfyllst,

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Umsagnir

Forvarnir

Heilsuvernd

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála