Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

33.fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

9. febrúar 2009

33.fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Starfstímabilið 2007 - 2009

9. febrúar 2009 kl. 13:30

Fundinn sátu: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi, Gyða Ölvisdóttir, varamaður.

Til afgreiðslu:

1.      Fundargerð síðasta fundar samþykkt án athugasemda.

2.      Fjárhagsáætlun félagssjóðs fyrir 2009.  Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kom á fundinn kl. 13:45.

·        Ganga þarf frá reglum varðandi nýja stjórn og greiðslur þeim til handa.  Mikilvægt að þessari vinnu verði lokið fyrir aðalfund 2009.

·        Áætlun skoðast samþykkt og verður lögð óbreytt fram fyrir aðalfund.

3.      Styrkbeiðni frá Landspítala vegna íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga á haustönn 2008.  Einstaklingum sem þátt tóku í námskeiðunum verði bent á að sækja sinn styrk til starfsmenntunarsjóðs Fíh.

4.      Húsnæðismál  - rætt um möguleika á því að leggja fram tilboð til Landfesta vegna sölu á fasteign á Suðurlandsbraut.  Samþykkt að senda tilboð um makaskipti á eignum á Suðurlandsbraut og kaup á auka einingum. Málið verður sent formlega til stjórnar Vinnudeilusjóðs vegna hlutdeildar þeirra í tilboðinu.

5.      Dagskrá félagsráðsfundar 20. febrúar 2009.  Drög að dagskrá lögð fram og kynnt.  Bætt inn dagskrárlið um ástand í heilbrigðiskerfinu.

Til umræðu:

6.      Boðaður sparnaður á heilbrigðisstofnunum.   Rætt um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir í heilsugæslunni og á LSH.  Boðað hefur verið til fundar í næstu viku með forystumönnum stéttarfélaga þar sem aðgerðir verða kynntar formlega. 

7.      Staða innleiðingar laga Fíh.  Farið yfir stöðu í vinnuhópum vegna innleiðingar nýrra laga Fíh.  Góður gangur í flestum hópum nema þeim hópi sem snýr að svæðisdeildum.  Sá hópur heldur vinnufund að morgni 20. febrúar, þ.e. fyrir félagsráðfundinn.

Önnur mál

8.      Umsögn um drög að frumvarpi til laga um eftirlitsstofnun heilbrigðisþjónustu og drög að frumvarpi um Lýðheilsustofnun.  Frumvörp lögð fram til athugasemda sem á að skila 12. febrúar n.k.

9.      Vinnuhópur á vegum Landlæknisembættis um markvissa nýtingu á þekkingu og starfkröftum sjúkraliða.  Drög að greinargerð lögð fram og umræður um athugasemdir við þessi drög. Stjórn Fíh lítur svo á að þar sem engin breyting hafi orðið á grunnmenntun sjúkraliða sé ekki ástæða til breytinga á starfssviði þeirra. 

Fundi slitið kl. 15:30

Fundarritari Fríða Björg Leifsdóttir, ritari stjórnar Fíh

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála