Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

34. Fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

9. mars 2009

34. Fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Starfstímabilið 2007 – 2009

Mánudaginn 9. mars 2009 kl. 13:30

Fundinn sátu: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Gyða Ölvisdóttir, varamaður, Stefanía B. Arnardóttir, varamaður, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi.  Halla Grétarsdóttir á símafundi.

Elín Ýrr Halldórsdóttir boðaði forföll.

Til afgreiðslu:

1.       Fundargerð síðasta fundar. Samþykkt með smávægilegum orðalagsbreytingum.

2.       Rekstraráætlanir orlofssjóðs, starfsmenntunarsjóðs og vísindasjóðs Fíh fyrir 2009. 

Erindi verði sent stjórn Starfsmenntunarsjóðs um mögulegar breytingar á úthlutunarreglum í ljósi batnandi stöðu sjóðsins.

Erindi verður sent stjórn orlofssjóðs vegna athugasemda um endurskoðun á hlutfallslegri skiptingu á tekjum sjóðsins, einkum með tilliti til uppsöfnunar fjár til eignakaupa.

3.       Húsnæðismál.  Ekki er tilefni til frekari viðræðna um  möguleg  makaskipti á húseign á Suðurlandsbraut 22.  Formanni falið í samstarfi við starfsmann félagsins að athuga frekari möguleika á fasteignamarkaðnum.

4.       Þátttaka Fíh í ACENDIO.  Þátttaka Ástu Thoroddsen í ACENDIO verður hluti af alþjóðlegu samstarfi félagsins, næstu tvö árin.

5.       Styrkbeiðni vegna farar á ráðstefnu.  Hafnað – umsóknaraðilum bent á að sækja um styrk úr starfsmenntunarsjóði.

6.       Styrkbeiðni frá Ljósmæðrafélagi Íslands vegna útgáfu bókar í tilefni 90 ára afmælis félagsins.  Samþykkt að veita 30.000 kr styrk.

7.       Styrkbeiðni frá barnadeild FSA vegna fræðsludaga.  Umsókn beint til Norðausturlandsdeildar félagsins.  Umsækjendum einnig bent á að fá fagdeild Barnahjúkrunarfræðinga til samstarfs.

Til umræðu:

8.       Boðaður sparnaður á heilbrigðisstofnunum.  Umræður um þær upplýsingar sem félagið hefur fengið og hvers er að vænta á næstu vikum.

Til kynningar:

9.       Heimsóknir erlendra gesta:

               David Benton, framkvæmdarstjóri ICN 8. – 9. mars átti fund með formanni  Fíh.

               Grete Christensen, formaður EFN 17. – 18. mars

10.   Önnur mál

a.       Vinnudagur Heilbrigðisráðuneytisins 7.  apríl næstkomandi  - Samþykkt að Fíh  taki þátt í vinnudeginum og hvetji félagsmenn  einnig til þátttöku.

b.      Starfsdagur stjórnar Fíh 23. mars 2009 – ákvörðun dagskrár.

               Innleiðing nýrra laga Fíh. - Gæðaskjöl

               Starfsáætlun - Framtíðarsýn

               Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðiskerfinu.

c.       Formaður sagði frá fundi alþjóðasamtaka lækna (WMA) sem haldinn var sunnudaginn 8. mars.  Þar var fjallað um task shifting.

Fundi slitið kl. 15:45

Fríða Björg Leifsdóttir, ritari stjórnar Fíh

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála